Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 40
118 MORGUNN
ár. Á þeim tíma missti ég Guðbjörgu fóslru mína, en ekki vissi
ég hvar leiðið hennar var. Dag einn í júlímánuði áræddi ég
að labba upp í kirkjugarð. Veður var dásamlegt, logn og sól-
skin. Ég kaus að fara þetta ein. Ég átti þá heima á Ránargötu,
gekk eftir Garðastræti og ætlaði inn um kirkjugarðshliðið a
horninu á milli Sólvallagötu og Ljósvallagötu, hitta þar ein-
hvern starfsmann við litla húsið í garðinum og spyrja hann um
leiði fóstru minnar.
Þegar ég er komin nokkuð áleiðis eftir Garðastrætinu, finn
ég, að einhver gengur vinstra megin við mig, en engan sá ég.
Ég hugsaði, að þetta væri fóstra min og þótti vænt um að hún
væri komin til að vísa mér á leiðið sitt. Og þegar inn í garðinn
kemur, ræð ég ckki ferðinni, heldur sú ósýnilega vera, sem
fylgdi mér. Svo veit ég ekki fyrri til en ég staðnæmist við leg-
stein. Á honum stendur: Hér hvílir ... — og síðan nafnið. Ég
hafði enga hugmynd um, að Guðmundur hefði verið fluttur til
Reykjavíkur og vcrið jarðsettur þar, hafði aldrei um það hugs-
að. Ég nam þarna staðar stutta stund. Og nú varð ég ekki vör
við neina ósýnilega fylgd lengur. Ég gekk á fund eins starfs-
mannanna og fékk að vita hvar fóstra mín hvíldi.
Seinna, þcgar ég kom í kirkjugarðinn, leitaði ég að þessum
legsteini, en fann hann ekki. En ég fékk staðfest, að Guðmund-
ur væri jarðaður í garðinum. Aldrei hef ég orðið hans vör síðan.
Grænlenzka stiílkan.
1 janúarmánuði 1942 vaknaði ég snemma morguns og hrað-
aði mér á fætur. Ég vann þá við ljósböð í Miðbæjarskólanum
og hóf vinnu kl. 9. Veðrið var yndislegt, vægt frost en logn. Ég
hlakkaði til að koma út og geta gengið um stund i góða veðrinu
niðri við Tjörnina. Ég fór þegar fram í eldhús og reyndi að
hraða mér við morgunverkin. Þá verð ég þess greinilega vör,
að einhver stendur við vinstri öxl mína. Engan sá ég, en áhrif-
in voru einkar góð.
Þessi sömu áhrif fann ég einnig, er ég var á leiðinni í vinn-
una, og raunar allan daginn og líka um kvöldið eftir að ég var