Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 73
M O R G U N N
151
eins og áður segir. Þetta gaf konan mér siðan skriflegt, svo að
þar fer ekkert á milli mála.
Þegar ég hugsa um þetta, er ég eklci i minnsta vafa um það,
að það var vegna áhrifa og hjálpar þessa sterktrúaða látna
manns að ég fekk þetta óyænta tækifæri til að sitja fundinn
hjá Hafsteini. Hann var ekki í neinum vafa um það, að líkams-
dauðinn væri aðeins fótmál stigið yfir í nýja veröld, þar sem
við getum haldið áfram að hjálpa vinum okkar bæði hér í heimi
og öðrum. Og liann var búinn að vinna svo mikið fyrir þetta
málefni, að mér er bæði ljúft og skylt að segja frá þessu atviki,
sem varð mér sönnun návistar hans og hjálpar, sem ég er hon-
um óendanlega þakklát fyrir. Guð blessi minningu hans um
alla eilífð.
Jóhanna Malmquist Jóhannsdóttir.
Bréf til Morguns
Ritstjóra Morguns berast jafnan allmörg bréf frá lesendum,
sem þakka það efni, sem hann hefur flutt. Jafnframt hafa sum-
ir bréfritarar drepið á eitt og annað, sem þeir kysu að heyra
meira um og jafnvel óskað eftir að S.R.F’.Í. taki til sérstakrar
athugunar og sjálfstæðra rannsókna. Ég vil nota tækifærið til
að þakka þessi bréf og þær ábendingar, sem þar er að finna.
Var raunar ætlunin að birta nokkra kafla úr bréfum þessum.
Af því gat þó ekki orðið nú. Ennfremur verður að biða næsta
heftis að birta skýrslu um störf félagsins, svo og reikninga þess
árið 1969.
Ritstj.