Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 13
MORGUNN
91
Jafnframt er því haldið fram, að starfsemi efnis og orku sé
bundin ákveðnum og órjúfanlegum lögmálum. Heimurinn er
að álili þessara manna vélgengur. Hann gengur rétt eins og
klpkka, sem hvorki flýtir sér né seinkar og stanzar ekki. Þar
fylgir afleiðing orsök í órjúfandi keðju, og sama afleiðing
sömu orsökinni, nema önnur ytri skilyrði, sem einnig er unnt
að þekkja, þreifa á og reikna út, breyti því. Af þessu leiði það,
að allt hjal um l’rjálsræði viljans sé aðeins blekking, sem við
reynum að telja okkur trú um af einhverjum ástæðum, sem
ekki sé unnt að skýra né skilja, fremur en það, hver hafi trekkt
upp hina voldugu klukku alheimsins í upphafi. Því er haldið
hiklaust fram, að hver einstaklingur sé hvorki annað né meira
en tönn i hinu mikla sigurverki tilverunnar og hugsun okkar
og breytni aðeins óhjákvæmilegar afleiðingar undanfarinna or-
saka. Þetta er i stuttu máli megininntak efnishyggjunnar, enda
þótt nokkur afbrigði megi þar að sjálfsögðu finna.
f hinni stórmerku alfræðibók Encyclopædia Britannica er
orðið efnishyggja skýrgreint á þessa leið: „Efnishyggja er sú
heimspekikenning, sem telur alla hluti og fyrirbæri i alheim-
inum vera unnt að skýra scm efni og hreyfing, og sérstaklega
skýrir hún öli sálarleg fyrirbæri svo, að þau séu eðlisfræðileg-
ar eða efnafræðilegar breytingar i taugakerfinu“.
Ég get nú ekki neitað þvi, að mér finnst þetta vera fremur
ömurleg og óaðgengileg kenning. En það eitt út af fyrir sig
afsannar liana engan veginn. Veruleikinn er oft annar og öðru
vísi en við sjálf hefðum helzt kosið. Og Jjví verður ekki neitað,
að kenningin um vélgenga veröld og sálarlausa með öllu, er
ui]ög hentug til Jiess að leggja hana til grundvallar fyrir hin-
um raunvísindalegu rannsóknum, og virðist að minnsta kosti
i fljótu bragði hafa við all veigamikil rök að styðjast. Því verð-
ur ekki með rökum i móti mælt, að minnsta kosli hér á þessari
jörð virðast rikja ákveðin lögmál efnisins, sem visindamenn-
irnir hafa fundið og hagnýtt með miklum árangri. Á þessu
byggjast einmitt framfarirnar og tæknin, sem við nú notfær-
um okkur í a: ríkara mæli og státum af.
Jafnvel í lífi okkar manna hér á jörð og í samskiptum okkar