Morgunn


Morgunn - 01.12.1970, Síða 13

Morgunn - 01.12.1970, Síða 13
MORGUNN 91 Jafnframt er því haldið fram, að starfsemi efnis og orku sé bundin ákveðnum og órjúfanlegum lögmálum. Heimurinn er að álili þessara manna vélgengur. Hann gengur rétt eins og klpkka, sem hvorki flýtir sér né seinkar og stanzar ekki. Þar fylgir afleiðing orsök í órjúfandi keðju, og sama afleiðing sömu orsökinni, nema önnur ytri skilyrði, sem einnig er unnt að þekkja, þreifa á og reikna út, breyti því. Af þessu leiði það, að allt hjal um l’rjálsræði viljans sé aðeins blekking, sem við reynum að telja okkur trú um af einhverjum ástæðum, sem ekki sé unnt að skýra né skilja, fremur en það, hver hafi trekkt upp hina voldugu klukku alheimsins í upphafi. Því er haldið hiklaust fram, að hver einstaklingur sé hvorki annað né meira en tönn i hinu mikla sigurverki tilverunnar og hugsun okkar og breytni aðeins óhjákvæmilegar afleiðingar undanfarinna or- saka. Þetta er i stuttu máli megininntak efnishyggjunnar, enda þótt nokkur afbrigði megi þar að sjálfsögðu finna. f hinni stórmerku alfræðibók Encyclopædia Britannica er orðið efnishyggja skýrgreint á þessa leið: „Efnishyggja er sú heimspekikenning, sem telur alla hluti og fyrirbæri i alheim- inum vera unnt að skýra scm efni og hreyfing, og sérstaklega skýrir hún öli sálarleg fyrirbæri svo, að þau séu eðlisfræðileg- ar eða efnafræðilegar breytingar i taugakerfinu“. Ég get nú ekki neitað þvi, að mér finnst þetta vera fremur ömurleg og óaðgengileg kenning. En það eitt út af fyrir sig afsannar liana engan veginn. Veruleikinn er oft annar og öðru vísi en við sjálf hefðum helzt kosið. Og Jjví verður ekki neitað, að kenningin um vélgenga veröld og sálarlausa með öllu, er ui]ög hentug til Jiess að leggja hana til grundvallar fyrir hin- um raunvísindalegu rannsóknum, og virðist að minnsta kosti i fljótu bragði hafa við all veigamikil rök að styðjast. Því verð- ur ekki með rökum i móti mælt, að minnsta kosli hér á þessari jörð virðast rikja ákveðin lögmál efnisins, sem visindamenn- irnir hafa fundið og hagnýtt með miklum árangri. Á þessu byggjast einmitt framfarirnar og tæknin, sem við nú notfær- um okkur í a: ríkara mæli og státum af. Jafnvel í lífi okkar manna hér á jörð og í samskiptum okkar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (01.12.1970)
https://timarit.is/issue/332067

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (01.12.1970)

Gongd: