Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 18
96
MORGUNN
hafa talstöðvar í bílnum og geta rætt við bílstjóra í öðrum bíl-
um langt í burtu. Það minnir mann ósjálfrátt ó f jarhrifin á milli
lifandi manna, er hugir þeirra talast við, án þess að efnislikam-
inn eigi þar beinan þátt í. Það eru nefnilega alls ekki bílarnir
sjálfir, sem talast við. Sumir bílstjórar fara vel og gætilega
með bílinn sinn, aðrir ekki. Þannig er og um okkur, að við
förum misjafnlega hyggilega og gætilega með líkamann, og
endist hann okkur af þeim sökum oft skemur en skyldi.
Að lokum kemur að því, að bíllinn bilar, svo að ekki verður
við hann gert, liættir með öllu að geta gengið og er fluttur í
bílakirkjugarðinn. En við það gufar bílstjórinn engan veginn
upp né verður að engu. Hann yfirgefur aðeins að fullu og öllu
hinn ónýla bíl. Hann hverfur þá inn á eitthvert annað starfs-
svið, eða ef hann langar sérstaklega til, getur hann fcngið sér
annan bil og haldið sama starfinu áfram á nýjan leik.
lig Iiygg, að svipað fari um okkur, þegar likaminn deyr. Við
yfirgefum hann blátt áfram, þegar ekki er unnt að nota hann
lengur, og hefjum nýtt líf og nýtt starf á öðru sviði tilverunn-
ar. Við erum að vísu að því leyti öðru vísi sett en bílstjórinn, að
við getum ekki keypt okkur annan jarðlíkama, af þeirri ein-
földu ástæðu, að sálarlausir starfhæfir líkamir eru ekki til hér
á jörð. Sumir austurlandaspekingar Iialda því þó fram, að ef
okkur langi sérstaklega til þess að halda starfi i efnislíkama
áfram ó jörðinni, getum við endurfæðzt í nýjum likama, þ. e.
a. s. fæðzt á ný sem lítil börn. Til þeirrar kenningar treysti ég
mér ekki til að taka ákveðna afstöðu hér, enda er þessu erindi
ekki ætlað að fjalla um það mál.
En hvað segir kirkjan, hvað segja prestarnir um þessi mál?
Hver er afstaða þeirra til framhaldslífsins, sambandsins við
látna ástvini og til sálarrannsóknanna yfirleitt? Satt að segja
virðist hún vera mjög óákveðin og mjög misjafnt hljóðið í
prestunum um þessi mál. Sumir þeirra, bæði hér og erlendis,
hafa gerzt hinir ötulustu og áhrifamestu stuðningsmenn þessa
málefnis og jafnvel brautryðjendur. Svo var til dæmis hér á
landi um prófessor Harald Níelsson. Og honum fylgdu margir
gáfuðustu og áhrifamestu prestar landsins og hafá gert fram á