Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 14
92
MORGUNN
innbyrðis virðasl gilda lögmál, lögmál, sem ekki er unnt að
brjóta án þess að biða við það óhamingju og tjón. Ég sagði, að
brjóta lögmálin. En erum við ekki þá komin út fyrir takmörk
efnishyggjunnar? Eða er þá hægt að brjóta lögmálin eftir allt
saman? Ef svo er, þá lifum við ekki í algjörlega vélgengum
heirni, þá lútum við ekki heldur lögmálum hans alveg skil-
yrðislaust. Og þá er eitthvað bogið við skilyrðislausa vélgengis-
kenningu efnishyggjunnar.
Við spíritistar höldum því hins vegar alveg hiklaust fram,
að maðurinn sé alls ekki eingöngu né fyrst og fremst þessi
stundlegi, áþreifanlegi og að mörgu leyti lirörlegi efnislíkami,
sem lýtur lögum efnisins, heldur sé maðurinn í raun og veru
sál eða andi, sem býr i þessum likama hér á jörð og aðeins um
stundarsakir og notar liann sem starfstadd á þessu sviði efnis-
ins á meðan hann endist og hægt er að notast við hann.
Við höldum þvi fram, að þessi andi eða sál sé frjáls að veru-
legu leyli, jafnvel á meðan hann býr hér i efninu, geti hreylt
viðburðarásinni, að vísu innan ákveðinna takmarka, geti valið
um ýmsar leiðir í daglegri breytni og störfum og beri líka þess
vegna ábyrgð á því vali.
Ennfremur höldum við því fram, að sálin haldi áfram að
vera til, lifa og starfa eftir viðskilnað sinn við líkamann i dauð-
anum, haldi einkcnnum sinum og endurminningum frá jarð-
vistardögunum, að minnsta kosti að allverulegu leyti, og haldi
áfram að unna þeim ástvinum, sem eftir lifa og láta sér annt
um þá.
Að lokum, og ekki sízt, höldum við þvi fram, að imnt sé að
ná sambandi við framliðna vini, þegar rétt og hagstæð skil-
yrði til þess eru fyrir hendi.
Fyrir þcssum fullyrðingum öllum verða spíritistar að sjálf-
sögðu að færa sin rök engu siður en efnishyggjumennirnir fyr-
ir sínum kenningum. Það er ekki nema sjálfsögð og sanngjöm
krafa, sem okkur er einnig ljúft að verða við. Sálarrannsókn-
irnar (Psychical Research) og aðrar dulsálarfræðilegar (para-
psychologiskar) tilraunir og rannsóknir, sem heimsfrægir
menn leggja nú stund á við háskóla víðs vegar um hinn mennt-