Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 21
EIRÍKUR S. EIRÍKSSON, BLAÐAMAÐUR:
Viðtal við Sigurrós Jóhannsdóttur
huglækni
(Þann 20. janúar sl. birti dagblaðið Tíminn mjög athyglisvert við-
tal við Sigurrósu Jóhannsdóttur, huglækni. Þar eð viðtal þetta leiddi til
simtals við ritstjóra MORGUNS, og síðar athugasemda klerka þjóðkirkj-
unnar við það, tel ég rétt að birta i tímaritinu hvorttveggja: viðtalið við
Sigurrósu og á eftir svargrein mína við athugasemdum klerkanna. Eftir-
farandi viðtal við huglækninn, sem skrifað var af Eiriki Stefáni Eiríks-
syni, blaðamanni Timans, birtist hér með samþykki hans og ritstjómar
blaðsins).
Fyrir nokkrum úrum var gerö á vegum FélagsfraeSideildar
Háskóla íslands, könnun á dulrænni reynslu Islendinga og
veröur ekki anna'Ö sagt en aÖ niöurstööurnar hafi komiÖ veru-
lega á óvart. Um 30% þeirra sem spurÖir voru, sögÖust ein-
hvern tímann á lífsleiðinni hafa orðið fyrir dulrœnni reynslu
og margir aðrir voru á báðum áttum. Rennir könnun þessi
stöðum undir þá skóðun margra aÖ gamla draugatrúin eigi
rík ítök í mönnum enn þann dag í dag, en aðrir vilja meina
að dulræn reynsla komi draugum ekkert við. Skýra þeir
þetta á þá leið, að svipir látinna manna og áðrar sambæri-
legar sýnir, falli \ekki undir gamla draugahugtakið, heldur
séu hér á ferðinni alls óskyld fyrirbæri. — En hverju eiga
menn dð trúa? Hér á eftir fer viðtal við Sigurrósu Jóhanns-
dóttur huglœkni frá Skíðsholti í Hraunhreppi í Mýrasýslu,
en hún er fœdd þann 23. ágúst árið 1895. Sigurrós, sem
starfáð hefur sem huglœknir í yfir 40 ár, er ekki trúuð á til-
Hst drauga — en gefum henni nú orðið: