Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 49
BÆKUR
47
þeir viðhöfðu í blaðaviðtölum eftir að bók þeirra kom út í
Bandarí kj unum.
Viðtal Erlends Haraldssonar við íslenskt blað um þær rann-
sóknir sem bókin fjallar um hefst á þessum orðum hans:
„Ég ætla engan veginn að halda því fram, að við höf-
um sannað framhaldslíf, en að okkar mati benda niður-
stöður þessara umfangsmiklu rannsókna langtum frem-
ur til framhaldslífs, en hins. Með öðrum hætti sýnist
okkur erfitt að útskýra meiri hluta sýna á dánarbeði“.
En hinn frægi samstarfsmaður doktors Erlends dr. Karlis
Osis er enn ómyrkari í máli. I blaðaviðtali við enskt blað í
júlímánuði siðastliðið ár kemst hann svo að orði:
„Við vitum að lif er eftir dauðan, því við söfnum dag-
lega gögnum til þess að sanna það vísindalega“.
I þessari bók er skiljanlega vitnað í starf hins fræga amer-
iska dauðafræðings Elisabether Kubler-Ross, sem séð hefur
þúsund manns deyja og i viðtali við sama enska blað og tal-
aði við dr. Karlis Osis sagði hún:
„Áður en þetta fólk deyr hefur það skilið eftir óhrekj-
andi vitnisburð um það, að annað líf er að þessu loknu“.
Er ekki kominn tími til þess að við almúgafólk tökum
fullyrðingum læknavísindanna um að dauðinn sé endir allr-
ar tilveru mannsins með nokkurri varúð?
Bókin SÉNIR Á BANABEÐI er ágætlega þýdd af Magnúsi
•lónssyni. Þó vil ég benda á, að óþarfi er að þýða enska orðið
out-of-body experience með hinu hörmulega orði utan-líkama-
reynsla, þegar við eigum jafngott og fagurt orð á íslensku
og orðið sálfarir.
Ég þakka bókaútgáfunni Skuggsjá fyrir að gefa út þessa
stórmerku bók, sem hlýtur að vera forvitnilegt lestrarefni
hverjum hugsandi Islendingi.