Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 34
32
MORGUNN
°g þá ekki síst hinn mikla þátt sem þeir eiga í bata fólks eftir
hættulega uppskurði.
Meðal þess sem fram kom á þessari ráðstefnu hinna virðu-
legu lækna var krafa um það, að huglæknum væri leyft að
hafa læknandi hugleiðingafundi i sjúkrahúsum. Hugmyndin
var að huglæknar hjálpuðu sjúklingum fyrir uppskurði, með-
an á þeim stæði og eftir á. Kunnur skurðlæknir sem hættur
var störfum sökum aldurs og hafði unnið árum saman á frægu
sjúkrahúsi í Lundúnum sagði, að þessi ráðstefna væri „ein-
stök og söguleg“.
Stjórnandi ráðstefnunnar, Marcus McCausland, ræddi um
nauðsyn aukins samstarfs með læknum, huglæknum og sjúkl-
ingum i umræðum um nýjar lækningaaðferðir við krabha-
meini.
Þetta er stórkostleg breyting frá þeim tímiun, þegar hug-
lækningar urðu að fara fram með mestu leynd af ótta við
reiði og refsingar. Á Englandi og Bretlandseyjum er þetta
gjörbreytt. Til dæmis má nefna, að 1500 sjúkrahús hafa
veitt leyfi til þess að sjúklingar fái heimsókn og jafnvel lækn-
ingu hjá huglækni með leyfi læknis síns, og á því stendur
sjaldnast.
IV.
Allir Islendingar eru kirkjunni þakklátir fyrir það sem
hún gerir gagnlegt og í þágu kærleikans, eins og til dæmis
fjársöfnunina handa hinum hungruðu i Austurlöndum fjær.
En að halda því fram að hyggingar sjúkrahúsa, heilsuvernd-
arstöðva, elliheimilisins S.I.B.S. og DAS, heimili þroskaheftra
og vangefinna bama, og fleiri þess háttar mannúðarstofn-
ana sé allt kirkjunni að þakka er ofrausn.
Kirkjan verður, eins og aðrar stofnanir að fylgjast með
tímanum og losa sig við aldagamlar kreddur. En meðan
stjórnendur hennar hafna því að kynna sér það sem verður
fjölda manns til heilsubóta og blessunar, þótt vitnisburðir