Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 72
70
MORGUNTí
ÞJÖÐTRÚ OG ÞJÓÐSAGNIR.
Oddur Björnsson safnaði.
Jónas Jónasson bjó undir prentun.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
annaðist útgáfuna 1977.
ÍJtgef.: Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri.
Þegar maður leiðir hugann að hinu mikla og merkilega
magni íslenskra þjóðsagna, sem út hafa komið á Islandi, er
ekki hægt að komast hjá því að fyllast aðdáun og þakklæti
til hinna óeigingjömu manna, sem árum saman hafa eytt
dýrmætum tíma til þess að safna þessum fróðleik og með því
veitt okkur löndum sínum ómældar ánægjustundir, jafnframt
því að hér hefur verið lagt af mörkum verulegt framlag til
íslenskrar menningar. Hér er ekki um að ræða skemmtiefni
eitt, heldur hljóta þjóðsögur og skyldur fróðleikur að ýmsu
leyti að endurspegla viðhorf og hugsunarhátt þeirrar þjóð-
ar, sem skapar þær. Þótt margt sé bamalegt og grimmt hugs-
að, er annað háleitt og djúphugsað, enda hafa þjóðsögumar
hvarvetna orðið miklum skáldum yrkisefni og ótæmandi upp-
sprettulind nýrra og ferskra hugmynda. Menningarlega
skipta þessi ritverk mjög miklu máli, því þau hafa fengið
sérstakan blæ hjá hverri þjóð fyrir sig. Og þessi mismunandi
blær sem þjóðtrú og þjóðsiðir, þjóðsagnir og ævintýri hafa
fengið hefur breyst og lagast með ýmsum hætti eftir þjóð-
eminu oy þeim skilyrðum sem hver þjóð hefur átt við að búa.
Þegar þjóðin á við bág kjör að berjast verður þjóðtrú hennar
og þjóðsagnir með ömurlegum blæ, eða þá hún skapar sér
glæsilega töfraheima þar sem fólkið fær svalað sér í gnótt
allsnægtar þeirra og fegurðar, sem hana skortir svo tilfinn-
anlega í köldum raunvemleikanum. Þegar þjóðin lifir í kúg-
un og við harðrétti, verður þjóðtrúin myrk og döpur, sagn-
imar svartar og sorglegar og það sem Ijótt er og djöfullegt
skýtur upp kollinum og vonskan og ranglætið fá yfirhönd.