Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 23
VIÐTAL VIÐ SIGUIUlÓSU JÓHANNSDÓTTUR
21
Hkamann. Konan leiddi mig út úr bænum að litlum steini,
sem var þarna skammt frá og inn í þennan stein fórum við.
Þegar inn í steininn var komið sýndi konan mér tvö böm,
sem hún sagðist eiga, en lét þess jafnframt getið að þau væru
með bólgur í baki. Hún bað mig að leggja hendurnar yfir
börnin og eftir að ég hafði gert það, þá hurfu bólgurnar.
Konan þakkaði mér vel fyrir og kvaðst skyldu reynast mér
vel, þótt síðar yrði.
Hefur þú or'SiS vör viS þaS?
— Já, ég hef margsinnis rekið mig á það á lífsleiðinni.
Það var þó ekki fyrr en árið 1937, er systir mín dó, að ég
fór að skilja þessi mál. Hún hafði samband við mig og sagði
mér að ég hefði ekkert að hræðast. Eftir það fóru að birt-
ast mér framliðnir læknar og því má segja að ég hafi stundað
huglækningar nú um 50 ára skeið.
Gott samstarf við Hafstein miðil.
— Þú segir aS framliSnir læknar hafi samband viS þig.
Hverjir eru þessir læknar?
— Þeir eru allir íslenskir og þjóðkunnir menn, en ég held
að það borgi sig ekki að greina frá nöfnum þeirra opinber-
lega. Ég get þó nefnt, að Hafsteinn Bjömsson miðill, sem lést
á síðasta ári hefur staðið í stöðugu og mjög góðu sambandi
við mig. Hann birtist mér síðast í desembermánuði síðast-
liðnum, og bað hann mig þá um að láta gera táknræna mynd
fyrir sig, sem gæti orðið til þess að vísa fólki á villigötum
veginn.
— Hvernig fara huglækningar fram?
— Ég er vön að halda í hendurnar á fólki í svona 15 min-
útur og á meðan streymir krafturinn í gegn um mig. Það er
þó ekki nauðsynlegt að sá sjúki sé viðstaddur, því að mér
nægir að fá nafn hans í hendurnar.
— Er rnikiS um aS fólk leiti til þín meS vandamdl sín?
— Það er þó nokkuð um það, en mér finnst því miður að
fólk sé ekki nægilega vakandi fyrir þessu í dag. Það er eins