Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 37
UM BÆNINA
35
biðjið þessara bæna fyrir öðnim, þá tengist þið hærri sveiflu
eða tíðni en þegar þið biðjið fyrir þörfum ykkar sjálfra, því að
þá tengist þið hjálparsveitum andavera, sem starfa sérstaklega
á þessum sviðum. Hinar mörgu hjálparsveitir andavera eru
mjög misjafnlega langt komnar andlega, þroskalega séð.
Leiðtogar þessara hjálparsveita hafa oft fórnað framförum
með því að dvelja nálægt jörðinni, til að geta helgað sig hjálp
við börn jarðar.
Með þessum leiðtogum hjálparsveitanna eru aðrar andaver-
ur langt komnar í þroskanum, sem endumýja sambönd sín við
æðri heima öðru hvoru. Einnig tilheyra þessum hjálparsveit-
um þeir sem þið kallið „nýlátna“, sem eru nýkomnir frá okk-
ar jörðu og leitast við að halda áfram að starfa eins og á jörð-
unni, við að lækna og að kenna.
Hjálparsveitir þessar gefa frá sér mikla orku þegar þær eru
í starfi.
Þegar þið biðjið í ákveðnum tilgangi þá tengist hugsun ykk-
ar einhverri þessara hjálparsveita. Hugsun ykkar er gripin og
send áleiðis með viðbættri orku.
Þannig sjáið þið að hugsanir ykkar öðrum til handa marg-
faldast. Þannig munuð þið sjá að þið eruð ekki ein, þegar þið
biðjið fyrir öðrum.
Bæn er orkuathöfn. Bæn verður kraftur, þegar þannig er
farið að. Þess vegna skuluð þið læra að biðja fyrir öðrum.
Nú skulum við íhuga hvemig þið ættuð að fara að, hvort
sem þið helgið ykkur ákveðna stund á degi hverjum i þeim
tilgangi að senda frá ykkur hugsanir, hvert ykkar út af fyrir
sig eða saman i bænahring tvisvar, þrisvar í viku.
Bæn er einbeiting að ákveðnu efni, en það getur verið vanda-
samt að öðlast rétta einbeitingu. Það getur tekið mörg ár fyrir
emstakling að byggja upp og efla geisla frá honum til um-
ræddra hjálparsveita í andaheimi.
Þið ættuð að fastákveða þann tíma, sem ykkur hentar best.
Snemma morguns hentar ykkur best til kyrrlátra stunda.
Þá eruð þið fersk í anda og óþreytt. Við leggjum til að þið lesið
ekki bænir ykkar í rúminu, heldur sitjandi í stól, þar sem