Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 26
24
MORGUNN
fyrst í stað og þá hafa þeir leitað til mín og beðið um að
hjálpa sér.
— Hefur þaS tekist?
— Já, ég hef síðar fengið svör við því að þeir hafi séð ljósið.
— Dreyrrúr þig aldrei fyrir hlutum?
— Það er ekki mikið um drauma, en það kemur fyrir að
til mín komi verur sem hiðja mig fyrir skilaboð til að sinna
nánustu hér á jörðinni. Ég hef orðið við þessu og því hefur
verið tekið með þökkum.
— Þig dreymir þá ekkert fyrir náttúruhamförum éSa slys-
um?
— Nei, yfirleitt ekki, en það kemur oft til mín fólk sem
lent hefur i þessum slysum og dáið og biður mig fyrir skila-
boð. Þetta fólk á oft mjög erfitt með að átta sig á hvað gerst
hefur og þá er indælt að geta hjálpað því eitthvað.
„Þessu fólki fer fækkandi44.
— Er mikiS um aS fólk sfái svona sýnir eins og þú?
— Það hygg ég, en ég held að þeim fari fækkandi með
árunum. Eins held ég að margir vilji ekkert um þetta tala
og þar hefur orðið mikil breyting á því síðan ég kom fyrst
til Reykjavíkur.
— Hefur þú nokkra tölu yfir þá sem þú hefur hjálpaS á
þessum árum sem þú hefur fengist viS huglœkningar?
— Nei, það hef ég ekki.
Ég er heldur ekki ánægð með það hvemig fólk er í dag —
það lætur mig alltaf vita af því ef eitthvað hjátar á, sem er
mjög slæmt því að það væri hægt að gera miklu meira í
þessum málum en nú er, ef fólk væri vakandi fyrir þessum
málum.
„Iíusl á flandri“.
— SegSu mér eru til draugar í dag?
— Við megum ekki kalla það drauga, en það er alltof mik-
ið af alls konar rusli á flandri, sem vill gera fólki illt. Þetta er