Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 74
72 morgunn
is á tónskáldskap Jóns heitins Leifs, sem hlýtur að teljast
einn athyglisverðasti brautryðjandi tónlistar, sem einkennir
Island sérstaklega og hefur haft djúp áhrif á mörg þjóðræk
síðari tíma tónskáld.
Ég hlýt að fagna endurútkomu þessarar ágætu bókar Odds
heitins Björnssonar frá Akureyri, en hann varð einmitt eig-
andi að hinu mikla og merkilega safni Sigfúsar Sigfússon-
ar á Eyvindará 1906. En þar eð safn Sigfúsar, eins og að
frman er getið, er að mestu bundið við Austfirði, þá hóf Odd-
ur þjóðsagnasöfnun um allt land og er þessi ágæta bók byggð
á þessu hvorutveggja.
Þessi bók er bæði fögur og ákaflega vel gerð, því Jónas
Jónasson frá Hrafnagili vandaði mjög til útgáfu hennar upp-
haflegal908. Formáli Jónasar er mjög góð ritgerð. Þá er góð
efnisskrá og eftirmæli eftir Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um, þar sem hann gerir grein fyrir þessari nýju útgáfu,
nafnaskrá og skrá yfir staðanöfn og að lokum registur hug-
mynda og hluta. Teikningar Kristjáns Kristjánssonar og Þóru
Sigurðardóttur prýða þessa fallegu og gagnlegu bók. Bókin
er öll Bókarforlagi Odds Björnssonar á Akureyri til sóma.
SPÁMAÐURINN.
Höfundur: Kahlil Griban.
Þýðandi: Gunnar Dal.
ÍJtgef.: Víkurútgáfan, 1979.
„Ef til er maður eða kona, sem i hjarta sínu viðurkennir
ekki, að hér er á ferð lífspeki mikils manns eða söngur sem
fæðist í djúpum sálarinnar, hlýtur sá maður eða kona að
vera andlega dauð.“ Þetta var sagt í ritdómi í Chicago Post,
þegar þetta mikla ljóð kom þar fyrst út. Hér er til þess vitn-
að sökum þess, að þar var mikið sagt í fáum orðum um þetta
verk og stendur það enn í fullu gildi. Það er um SPÁMANN-
INN eins og allt það sem vel er skrifað og djúpt hugsað, að
gildi þess eykst með aldri; þvert á móti því sem gildir um
grunnt hugsuð ritverk og yfirborðsleg.