Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 10
8
MORGUNTí
og einnig á sjálfa sig og starf sitt. Hún var ekki ein þeirra
sem telja sig hafa eignast allan sannleikann. Hitt þráði hún,
að sannleikurinn mætti eiga hana, að hún mætti þjóna hon-
um. Hún talaði alltaf með varúð um lækningastarf sitt. Hún
fann, að hún var í nád við hið mikla og óræða, en að hún
sjálf var sem sandkom á sjávarströnd. Hún vissi, að hún var
ekki ljósið, en hún þráði að mega lýsa, og við, sem til henn-
ar þekkjum, vitum, að hún var eins og það er orðað um Jó-
hannes skírara, að hún var „brennandi, skínandi lampi.“ Hún
mætti ekki alls staðar skilningi, og hún fann að sums staðar
var grunnt á fordómum, en hún hélt alltaf ótrauð áfram
1 öryggi þess manns, er veit sig hafa heiðvirðan skjöld og
hreina samvisku. Þeir sem gengið hafa svipaða leið og Ragn-
hildur fór, þeir hafa stundum verið gagnrýndir í nafni vís-
indanna, en þar hafa staðreyndir talað öðru máli. Þeir hafa
einnig verið gagnrýndir í nafni trúarinnar, en einmitt sterk
og einlæg Kriststrú og auðmýkt Ragnhildar Gottskálksdótt-
ur ættu að vera slíkum ásökunum hæfilegt svar. Þar var allt
unnið í nafni hins upprisna Drottins, til að mikla hann.
Bænum hennar var heint til hans. Því var treyst, að hann
myndi gefa kraftinn, og það traust varð sér ekki til skammar.
Jafnframt því að vera farvegur lifskrafts og heilbrigði, þá
var Ragnhildur einnig, eins og ég nefndi hér fyrr, hinn
mikli vottur upprisunnar og ódauðleikans. Ötrúlega margir
hlutu á fundum hjá henni þá vissu, sem þeir þráðu að eign-
ast, um líf eftir líf, og kannski hafa enn fleiri öðlast þar þann
stein, sem vantaði i trúargrundvöll þeirra til þess að hann
yrði öruggur. Og allt leiddi þetta til hans, sem allir hlutir
eru fyrir gjörðir, til hans sem er Drottinn ára, alda og eilífð-
ar, til trúar á Krist, hann sem á páskum leiddi í ljós líf og
ódauðleika.
Það varð Ragnhildi ómetanlegur stuðningur, hvað Egg-
ert, eiginmaður hennar, sýndi starfi hennar mikinn skiln-
ing og sömuleiðis fjölskyldan öll. Enda var það eins og eitt
af börnum hennar sagði við mig: „Það voru stanslausar sann-
anir fjorir því, að það sem hún sagði var rétt.“ Og þrátt fyrir