Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 27
VIÐTAL VIÐ SIGURRÓSU JÓHANNSDOTTUR
25
verst fyrir fólk sem ekkert sér, því að þá heldur það að það
sé veikt og hleypur beint til lækna til þess að fá lyf sem er
ekki óalgengt.
— Hva<5 getur fólk gert til þess aS losna viS félagsskap
slíkra fyrirbæra?
— Ef fólk vill losna við eitthvað lakara, þá verður það að
snúa sér til þeirra sem geta hjálpað þvi. Ég hef haft þann
háttinn á að ég hef setið með þessu fólki og haldið i hend-
urnar á því og hugsað eitthvað gott, þvi að því er þannig farið,
að það sem er eitthvað misjafnt, það hræðist það sem gott
er °S góðar hugsanir. Oft dugar þetta til, en stundum verð-
ur að grípa til annarra ráða. Ég get nefnt þér sem dæmi að
í fyrra kom hingað til mín ungur maður sem var skyggn
og það sótti mikið á hann. Hann kom til min vikulega bless-
aður strákurinn og ég var að reyna að leiðbeina honum og
hann var bara orðinn sæmilegur eftir nokkur skipti. Svo kem-
ur hann til min dag einn og segir að það sé ljótur maður sem
hann sjái sem vilji gera sér svo hryllilega illt. Ég bið hann
um að vera rólegan og segi honum að ég skuli hafa samband
við mína stjórnendur — og nefni í því sambandi sérstaklega
Hafstein miðil — og biðja þá um að laga þetta. Tveim dög-
um seinna birtist Hafsteinn mér og segir að hann sé búinn
að taka þetta frá piltinum og lætur þess getið að þetta hafi
verið alveg sérstaklega ill vera. Þegar pilturinn kom til mín
næst, þá var hann alveg laus undan þessu og honum líður
ágætlega í dag. Eg hitti hann fyrir nokkru og þá sagði hann:
Það varst þú sem bjargaðir lífi mínu, þvi að ég hefði ekki
lifað þetta af. — En af þ ví að þessi piltur sá, þá gat hann
komið sér undan, annars hefði þetta getað gert honum mik-
ið illt.
kalla þetla djöfla“.
— HvaS kallar þú svona fyrirbrigSi ef þú kallar þaS ekki
drauga?
— Það verður náttúrulega að hafa eitthvað orð yfir þetta
°g ég vil kalla þetta djöfla.