Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 51
BÆKUR
49
Hverjum sem kynnist slíku fólki, sem í sífellu notar sam-
band sitt við annan heim til þess að verða meðbræðrum
sínum til blessunar, hlýtur að ofbjóða sú vitneskja að til
skuli vera íslenskt fólk sem heldur að þessar göfugu mann-
eskjur séu í sambandi við einhverja djöfla eða illar verur.
Ef það væri að brjóta lögmál guðs tækist þeim tæpast að
hjálpa neinum. En reynslan sýnir allt annað. Engar mann-
eskjur hverfa frá okkur af jarðsviðinu jafn umvafðar ástúð
og þakklæti fjölda manns og hinir miklu græðar, sem oftast
eru nefndir huglæknar.
Una i Garði, sem lést 4. október 1978 nálega 84 ára að aldri
var ekki ein um það.
Þessi bók Gunnars M. Magnúss sem ber nafnið VÖLVA
SUÐURNESJA (en svo nefndi Grétar Fells skáld hana) fjall-
ar um Unu, og ef nokkurt lif hefur verið fagurt og öðrum
til fyrirmyndar, þá var það líf hennar. Hún umvafði alla
sem kynntust henni ástúð og kærleika með þeim hætti að það
gleymdist aldrei viðkomanda. Og þá voru hinir ekki færri
sem hún bjargaði undan sárustu þjáningum alvarlegra sjúk-
dóma og jafnvel bana.
Sálrænir hæfileikar þessarar göfugu konu voru með eins-
dæmum merkilegir. Til dæmis virtist henni hafa verið það
innan handar, eins og ekkert væri sjálfsagðara, að fara sál-
förum og skyggnast um á sviðum viðsfjarri heimkynnum
sínum og dvalarstað, ef á lá. Þannig hvarf hún eitt sinn um
borð í veiðiskip fyrir norðan land, sem stjórnað var af manni
úr átthögum hennar á Suðurnesjum og vandamenn heima
voru farnir að hafa nokkrar áhyggjur af. Skip þetta hafði
hún aldrei séð, en lýsti því hins vegar greinilega i einstök-
um atriðum og því sem var að gerast um borð, þegar hún
fór þangað sálförum. Hún gat veitt vandamönnum áreiðan-
legar upplýsingar um veiðiskapinn og að allt væri í góðu
lagi, og allt reyndist þetta vera i fullu samræmi við sann
reyndir, þegar það eftir á var borið saman við raunveru-
leikann.
öðru sinni var hún spurð um ungan mann þama úr átt-
4