Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 63

Morgunn - 01.06.1980, Blaðsíða 63
BÆKUR 61 er hin merkasta bók og færi ég Erlingi Davíðssyni rithöfundi þakkir fyrir að hafa skráð hana og bókaútgáfunni Skjaldborg á Akureyri fyrir að hafa gefið hana út. Þessi bók er tilvalin til þess að kynnast undursamlegum hæfileikum og kærleiksríku starfi bóndans á Einarsstöðum, sem þegar er orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lifi, þótt hvergi þurfi að segja ósatt orð um afrek hans. Harold Sherman: AÐ SIGRA ÖTTANN OG FINNA LYKIL LlFSHAMINGJUNNAR. Þýðandi: Ingólfur Árnason. Skuggsjá, 1979. Epafródítuss hét lífvöður Nerós keisara Rómaveldis. Hann átti þræl nokkurn sem mikið orð fór af fyrir gáfur. Hann hét Epiktet og var grískur. Húsbóndi leit þræl sinn öfundaraugum, þótt hann mæti hann mikils sökum kosta, og eitt sinn, þegar þrællinn skákaði húsbónda sínum í orðræð- um brást hann illa við og lét leiða þræl sinn til pyndingar fyrir ósvífnina. En þrællinn lét sér hvergi bregða og sagði hugrór og brosandi þegar pyndingin var hafin: „Þú brýtur vísast fót minn“. Það gekk eftir og þá sagði þrællinn: „Hvað sagði ég ekki?“ Þetta hefur sennilega verið upphaf helti hans. Sýnir þessi frásögn ljóslega skapstillingu og minnir mjög á sum tilsvör í Islendingasögum. Epiktet varð síðan tamt að taka dæmi af helti sinni á þann veg, að hún gæti hamlað líkamanum, en ekki skapgerðinni. Svo fór að lokum að Epafródítuss gaf Epiktet frelsi og varð hann síðar alkunnur kennari í heimspekilegum fræðum í Róm. Epiktet skrifaði aldrei neina bók, því kennsla hans var munnleg og tók hann i þeim efnum sér til fyrirmyndar þann vitmann, sem hann mat umfram aðra menn. Sókrates. Það sem eftir Epiktet lifir af kenningum hans hefur því verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.