Morgunn


Morgunn - 01.06.1980, Side 63

Morgunn - 01.06.1980, Side 63
BÆKUR 61 er hin merkasta bók og færi ég Erlingi Davíðssyni rithöfundi þakkir fyrir að hafa skráð hana og bókaútgáfunni Skjaldborg á Akureyri fyrir að hafa gefið hana út. Þessi bók er tilvalin til þess að kynnast undursamlegum hæfileikum og kærleiksríku starfi bóndans á Einarsstöðum, sem þegar er orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lifi, þótt hvergi þurfi að segja ósatt orð um afrek hans. Harold Sherman: AÐ SIGRA ÖTTANN OG FINNA LYKIL LlFSHAMINGJUNNAR. Þýðandi: Ingólfur Árnason. Skuggsjá, 1979. Epafródítuss hét lífvöður Nerós keisara Rómaveldis. Hann átti þræl nokkurn sem mikið orð fór af fyrir gáfur. Hann hét Epiktet og var grískur. Húsbóndi leit þræl sinn öfundaraugum, þótt hann mæti hann mikils sökum kosta, og eitt sinn, þegar þrællinn skákaði húsbónda sínum í orðræð- um brást hann illa við og lét leiða þræl sinn til pyndingar fyrir ósvífnina. En þrællinn lét sér hvergi bregða og sagði hugrór og brosandi þegar pyndingin var hafin: „Þú brýtur vísast fót minn“. Það gekk eftir og þá sagði þrællinn: „Hvað sagði ég ekki?“ Þetta hefur sennilega verið upphaf helti hans. Sýnir þessi frásögn ljóslega skapstillingu og minnir mjög á sum tilsvör í Islendingasögum. Epiktet varð síðan tamt að taka dæmi af helti sinni á þann veg, að hún gæti hamlað líkamanum, en ekki skapgerðinni. Svo fór að lokum að Epafródítuss gaf Epiktet frelsi og varð hann síðar alkunnur kennari í heimspekilegum fræðum í Róm. Epiktet skrifaði aldrei neina bók, því kennsla hans var munnleg og tók hann i þeim efnum sér til fyrirmyndar þann vitmann, sem hann mat umfram aðra menn. Sókrates. Það sem eftir Epiktet lifir af kenningum hans hefur því verið

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.