Morgunn - 01.12.1982, Side 11
VÍSINDIN, LÍFEÐI.ISFRÆÐIN, vitundin 113
er þetta það athyglisverðasta sem er að sjá, þegar þessari
rannsóknaraðferð er beitt.
GS: Ég er auðvitað sammála því, að sniliingarnir, hinir
miklu visindamenn, eru þeir sem geta haldið sínu gagn-
vart hinu vísindalega samfélagi.. En ég tel, að það sé jafn-
rétt samt sem áður fyrir hið vísindalega samfélag að
standa fast fyrir og láta það fólk virkilega hafa fyrir því,
sem hefur fram að færa hluti sem brjóta í bóga við ríkj-
andi skoðanir.
Það getur verið að flestar af mikiivægustu uppgötvun-
um sem gerðar hafa verið, hafi orðið vegna þess að menn
veittu frávikum athygli, en samt sem áður eru flest frávik
frávik og þess vegna réttmætt að hafna þeim. Snillingarnir
eru þeir sem veita þeim fáu frávikum athygli, sem eru lyk-
illinn að . . .
TW: Mér líkar einnig hitt sem þú sagðir, um þær hug-
myndir sem falla ekki að hugmyndaheimi okkar og er þess
vegna hafnað. Það er ekki einu sinni litið á þær sem frá-
vik. Þær eru svo ólíkar ríkjandi hugsunarhætti okkar, að
þær fá ekki inni í þeirri mynd sem við höfum gert okkur
af heiminum.
GB: Eins og til dæmis það, sem í daglegu tali er nefnt
yfirskilvitleg skynjun?
TW: Já, til dæmis.
Ekki staöreyndir nema kenning staðfesti þœr
GS: 1 sambandi við þessar rannsóknir á yfirskilvitlegri
skynjun, þá segja þeir sem hafa gert þær með nokkrum
rétti, held ég, að niðurstöður þeirra séu grundaðar á fleiri
og betri mælingum en flest annað í tilraunasálarfræði.
En þar sem þeir hafa aldrei sýnt að þessar niðurstöður
væru tengdar visindum almennt, er í rauninni ekkert hægt
að gera við þær. Sagði ekki Eddington [frægur breskur
stjarnfræðingur á fyrri hluta þessarar aldar, sem einnig
fékkst töluvert við heimspeki] einu sinni það væri
8