Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 15
VÍSINDIN, LÍFEÐLISFRÆÐIN, VITUNDIN 117 Annars vegar metnaður, hins vegar hœfileikar GS: Ég held, að þetta sé tvíþætt. Annars vegar er til- finningalegur þáttur, metnaður, kraftur, iðni, og hins veg- ar er þetta spurning um hæfileika. Til eru þeir sem hafa mikla hæfileika en ná skammt af tilfinningalegum ástæð- um, og svo eru aðrir sem eru metnaðargjarnir vinnuþjark- ar, en þá skortir gáfuna, og þeir ná heldur engu. vE: Og eru auk þess stórhættulegir. GB: Margir hafa þó vit á því að halda sig frá því sem þeir ráða ekki við. Hins vegar eru margar leiðir innan hvers sviðs. Til dæmis hendir það, að maður fær nemanda ákveðið vandamál til úrlausnar, til dæmis með rafeinda- smásjá, og í ljós kemur, að hann ræður ekki við það. Ég dreg ekki þá ályktun, að hann sé ómögulegur og ætti ekki að fást við vísindi, heldur reyni ég að fá honum annars konar viðfangsefni. Skaphöfn manna er svo mis- munandi og þeir geta verið prýðilega fallnir til ákveðinna starfa innan einhvers sviðs, þótt önnur henti þeim alls ekki. Aðferðirnar eru svo margar. GS: Ég tel það rétt, að mismunandi hæfileikar ráði því hvort menn fást við vísindi eða listir, en þetta er líka spurn- ing um það, hvort sundurgreining eða samþætting er mönnum tamari. Ég held að greinandi hugsun sé nauðsynleg í visindum, þ.e. að greina flókinn hlut niður í þætti og reyna að finna og skýra tengslin á milli þeirra. f listum held ég hins vegar að þessu sé oft öfugt farið, menn leiði saman fjölda ólíkra atriða og fyrirbæra og bendi á mynstur og tengsl milli þeirra, sem ekki liggja í augum uppi. JA: Það er mikill sannleikur í þessu fólginn, hins vegar gefur þetta til kynna að starf vísindamannsins sé fyrst og fremst greinandi, en ekki skapandi á sama hátt og starf listamannsins. Þetta er að mínu mati misskilningur. Vís- indamenn, sem eitthvað afreka, eru þeir sem afhjúpa grundvallar-„sannleika“ um heiminn á sama hátt og góður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.