Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 23
VÍSINDIN, IÍFEÐLISFRÆÐIN, VITUNDIN
125
Hvers vegna endurnýjar taugakerfið sig ekki?
GS: Ef við lítum á þetta frá hagnýtu sjónarmiði er
kannski ekki eins erfitt að láta sér detta eitthvað í hug.
Við Torsten vorum að spjalla saman í bílnum frá Keflavík
um daginn og ræddum meðal annars endurnýjun tauga-
kerfisins. Mænuskaðar verða æ algengari og af þeim leið-
ir ævilöng örkuml, vegna þess að miðtaugakerfið endur-
nýjar sig ekki. Mér sýnist þetta vera vandamál sem lausn
ætti að geta fengist á með þeim aðferðum sem við höfum
yfir að ráða. Við ættum að geta skýrt hvers vegna mið-
taugakerfi æðri dýra getur ekki endurnýjast, þótt það
geri það hjá ýmsum lægri dýrategundum. Skilningur á
þessu hlýtur fyrr eða síðar að leiða til nýrra möguleika
á meðferð mænuskaða.
GB: Sérhæfing fruma og öldrun eru ekki síður spenn-
andi svið.
GS: Rannsóknir á öldrun eru svolítið tvíræðar, því það
er ekki víst að við viljum láta fólk lifa endalaust .. .
TW: Nú verður hver að tala fyrir sjálfan sig.
GS: Haldið þér, prófessor von Euler, að hægt sé að spá
um þær hagnýtu uppgötvanir sem nútíma líffræði og líf-
eðlisfræði leiða til?
vE: Nei, ekki þori ég að reyna það. Ég hef það á tilfinn-
ingunni eins og Torsten, og reyndar er ég ekki í minnsta
vafa um það, að það verða stórkostlegar framfarir á næstu
20 árum, en hvar þær verða og hvenær vil ég ekki giska á,
því ég hef ekkert fyrir mér í því.
Hvernig verður lífvera að því sem hún er?
AH: En lítum bara á sérhæfingu fruma og hvernig erfða-
efnið ákvarðar hana. Þetta er spurning sem menn hafa
reynt að svara í 20 ár, eða eigum við heldur að segja 50
ár, og við erum engu nær. Verða einhverjar breytingar á