Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 24

Morgunn - 01.12.1982, Page 24
126 MORGUNN því á næstu 5 árum, 10 árum eða 20 árum? Hvernig er hægt að sjá það fyrir? GS: Ég held það sé óheppilegt að orða spurninguna á þennan veg. Hún er of víðtæk. Það, sem ég var að spyrja um, var einfaldlega endurnýjun fruma, en ekki myndun og formgerð heillar lífveru. AH: Ef endurnýjun miðtaugakerfisins er af sama toga spunnin og úttaugakerfisins, fellst ég á að þetta sé tiltölu- lega einfalt vandamál. En það getur líka verið að það sé skyldara því þegar heill útlimur endurnýjast á skriðdýri, og þá er vandamálið annars eðlis, þá erum við að tala um sérhæfingu og formgerð. TW: Vorum við ekki að ræða það, að í miðtaugakerfi skriðdýra geta taugar endurnýjast, en ekki í miðtauga- kerfi spendýra? Vandamáliö til staðar AH: Jú, en við vitum ekki hvort orsökin er tiltölulega einföld, eins og að frumur finni sér ekki réttan farveg og rati því ekki rétta leið, eða hvort þetta er mun flóknari ferill, þ.e.a.s. sambærilegt við endurnýjun líkamshluta hjá skriðdýri, sem byggist á ferlum sem við vitum ekkert um, því erfðaefnið stjórnar formgerð hins fullorðna dýrs. Það getur verið að spurningin sé illa orðuð, en vanda- málið er engu að síður til staðar. Það hlýtur að vera erfða- efnið sem ákvarðar að maður hefur 4 útlimi, 2 augu o.s.frv., en við vitum ekkert um það hvernig þetta gerist. Þú ert að vinna við þetta, er það ekki? Það er kannski ókurteisi af mér að segja að þú vitir ekkert um þetta? GS: Nei, nei, ég held líka að erfðaefnið hafi sitt að segja þarna, en að halda því fram að það ráði öilu, finnst mér of djúpt í árinni tekið. Auk þess beinir það hugsuninni í óheppilega átt. Samspil frumanna er ekki siður mikilvægt. Þar verður að líta á fóstrið sem heild þar, sem litningar og gen eru nauðsynlegir þættii’, en ekki þeir einu.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.