Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Side 26

Morgunn - 01.12.1982, Side 26
128 MORGUNN AH: Ég hef oft velt fyrir mér hvað margir frjóangar kunni að leynast í þessari miklu vinnu, sem síðar féll alveg í gleymsku. Þarna hugsa ég sem leikmaður, því þetta er ekki mitt svið, en mér finnst þetta svo sláandi líkt því sem gerðist í vöðvalífeðlisfræðinni. öil sú vitneskja, sem þurfti til að setja fram kenningu okkar nafnanna um vöðvasamdrátt, var þegar fyrir hendi um 1870. öll grundvallaratriði í uppbyggingu vöðvans voru ljós. Ef litið er á kennslubækur frá þeim tíma, þá er þetta allt þar að finna, en síðan týndist þessi vitneskja og það geng- ur svo langt að endaskipti eru höfð á hlutunum. Árið 1950 var mönnum meira að segja kennt að myosin væri jafn- dreift um alla vöðvafrumuna. 19. öldin vissi betur, það hafði orðið afturför í greininni. TW: Hverjir voru skúrkarnir? AH: Höfuðpaurinn var Þjóðverji, og 150 síðna bálkur hans i Flúgels Arkiv. TW: Þetta leiðir hugann að hugrekkinu aftur. Það væri óskandi að vísindamenn hefð" alltaf hugrekki til að leið- rétta villur sínar og gera það undanbragðalaust. AH: Við erum kannski ekki nógu harðir í gagnrýni á hvers annars vinnu. Ég er þó á engan hátt að mæla með því að við hverfum til baka til þess þegar tímarit voru full af smásmugulegum ritdeilum vísindamanna. Getur lífeðlisfrceðin skýrt vitundina? Spurning: HvaS með vitundina? Varpar lífeðlisfra'ðin Ijósi á hana? AH: Mér virðist óhugsandi að meðvitund verði skýrð með hugtökum líffræðinnar. Hugtök líffræðinnar fjalla ekki um reynslu af því tagi. Ég geri ráð fyrir að við öll hér inni höfum vitund um eigin vitund. Og með því að gera það, set ég spurninguna um sjálfsvitund fram sem viðfang vísindalegra rannsókna, en ekki sem einkamál hvers og eins. Hins vegar virðast mér vísindin í dag al-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.