Morgunn - 01.12.1982, Page 27
VÍSINDIN, LÍFEÐLISFRÆÐIN, VITUNDIN
129
gerlega ófær um að fást við þetta vandamál. Við erum
öll önnum kafin við að skýra lífið með hugtökum eðlis-
og efnafræði, en þegar skýra á þessa staðreynd lifsins,
vitundina, hafa hvorki eðlis- né efnafræði þau hugtök sem
við þörfnumst. Að þvi leyti erum við hjálparvana, en ger-
um okkur ekki grein fyrir því, vegna þess að við vinnum
enn að miklu einfaldari vandamálum.
GS: Þetta yrði ekki ósvipað byltingunni í eðlisfræði,
þvi það krefðist nýrra hugtaka og hugarfars. Það er ekki
aðeins tækni okkar og rannsóknaaðferðir sem setja okkur
takmörk, heldur það hvernig við hugsum.
AH: Mér virðist sem vandamál tengd vitundinni séu
það langt utan ramma vísindanna í dag að menn finni alls
ekki fyrir þeim á annan hátt og t.d. eðlisfræðingar urðu
að takast á við vanda sinnar greinar fyrir daga skammta-
kenningarinnar.
GS: En teljið þið hugsanlegt að með tilraunum megi
varpa ljósi á vandamál af þessu tagi?
TW: Það hygg ég. Ég held, að heilinn eigi eftir að koma
okkur oft á óvart áður en yfir lýkur.
AH: Ég held til dæmis að ekki verði hægt að afskrifa
dulræna hæfileika á sama hátt og gert hefur verið til
skamms tíma. Ég hef að vísu ekki fylgst með nýjustu
rannsóknum á þessu sviði, en ég hygg að menn muni taka
það alvarlegar en áður.
TW: Breti einn hefur verið að skrá boð frá einstökum
frumum í heila rottunnar og fundið frumur sem virðast
hafa með staðsetningu dýrsins að gera. Hann setur dýrin
í klefa sem margir gangar liggja út frá og dýrið getur
valið um. Hvaða fruma svarar í heila dýrsins, fer eftir
því hvaða gang það velur, og fruman svarar ekki í fyrsta
sinn sem það fer inn þennan gang, hún er háð þvi að það
hafi gerst áður. Hún svarar aðeins, þegar dýrið fer inn
þennan ákveðna gang, í þessa ákveðnu átt. Þetta virðist
ekkert hafa með lykt að gera, heldur aðeins staðsetningu.
Það má kannski deila um aðferðina í þessum tilraunum,
9