Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 28

Morgunn - 01.12.1982, Page 28
130 MORGUNN en engu að síður er hér um að ræða einstakar taugafrum- ur með sérkennilega eiginleika, sem virðast vinna úr ýms- um þáttum í umhverfinu. Um muninn á vitund og greind AH: Já, en mér virðist vera mikill munur á því, sem kalla má greind, þess að geta dregið saman ýmsa þætti, vegið þá og metið, sem hver sæmilegur rafeindaheili get- ur gert, og hins að hafa vitund um vitund sína. TW: Ég er þér alveg sammála, en mér finnst engu að síður þessi rannsókn benda til þess, hverra tíðinda við megum vænta. Þetta er að minni hyggju ákaflega nýstár- leg og furðuleg uppgötvun um einstaka frumu. vE: Það hlýtur að vera eitthvað í gerð þessara fruma, einhver eiginleiki sem þær búa yfir sem ræður svari þeirra. Þess vegna hlýtur að vera þess virði að kanna þetta nánar. Vísindi og framfarir Spurning: Leiðir aukin þekking ólijákvæmilega tiJ framfara? GS: Sú var trú Francis Bacon og ég held að hún hafi verið alls ráðandi. Gerðum flestra vísindamanna ræður sú trú, að þekkingarleit sé óhjákvæmilega af hinu góða. Er það ekki farsælast? TW: Er það það sem raunverulega skiptir máli ? Er þetta ekki meira eins og örlög. Þú breytir ekki gangi sögunnar með rökréttum ákvörðunum, hvorki til góðs né ills. Þetta er í eðli hlutanna. Við hljótum að hlíta örlögum okkar, hverjar sem afleiðingarnar verða. Skylda okkar er þó að nota dómgreind okkar eins vel og við getum og við hljót- um að vona að stjórnmálamenn og aðrir valdhafar hafi þekkingu og visku til að beita þeirri þekkingu á réttan hátt til velfarnaðar. JA: En hljóta ekki framfarir í vísindum að vera það

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.