Morgunn - 01.12.1982, Qupperneq 31
FRÁSÖGN
133
Kvaran, og hreifst þá mjög af þeim kenningum, er þar
birtust. „Síðan hef ég verið spíritisti, þú getur haft það
eftir mér“.
Séra Jón er fróður maður, víðlesinn, og minni hans með
ágætum. Það hefur oft reynst mér vel að fara í smiðju
til hans, en við erum nágrannar, íbúðir okkar eru hlið
við hlið. Við höfum oft rætt saman um hin andlegu mál,
og þá hafa málefni sálarrannsóknamanna verið honum
hugstæð. Eins og hann segir: ,,Á gömlu prestssetri er ekki
hægt að komast hjá því að verða var við ýmislegt“. En
því má skjóta hér inn í, að í móðurætt sér Jóns hafa leynst
dulrænir hæfileikar.
Það er mikils virði fyrir málefni okkar, að frásagnir,
eins og sú, er hér verður flutt í kvöld, hverfi ekki með
þeim, sem þær geyma. Þessa frásögn hefur séra Jón varð-
veitt sem helgidóm í hjarta sínu, og ég er honum innilega
þakklát fyrir að lofa okkur að heyra hana, einkum á þess-
um fundi, sem sérstaklega er helgaður minningu látinna.
Þessi frásögn vekur ýmsar spurningar. Er líf okkar þeg-
ar ákvarðað, jafnvel áður en við erum í þennan heim
borin? Hvað með fóstrið, sem deyr? Og fleiri spurningar
kunna að vakna.
Séra Jón hefur óskað eftir því að flytja ekki frásögn
sína sjálfur, vegna sjóndepru. Því höfum við fengið góðan
upplesara, frú Ester Kláusdóttur, til þess. Að lokum lýsi
ég ánægju minni yfir nærveru séra Jóns á fundinum.
FKÁSÖGN SÉRA JÓNS ÖLAFSSONAR
FRÁ HOLTl t ÖNUNDARFIRÐI
Flnlt á fnndi SRFH 10. nóv. 1982.
Það var vorið 1939, að ég var staddur í Reykjavík i
sambandi við prestastefnuna. Sigurgeir Sigurðsson tók
bá biskupsvígslu, og við prestarnir að vestan fjölmenntum,