Morgunn - 01.12.1982, Side 39
GEIR R. TÓMASSON:
Ný aðferð til rannsókna og lækninga?
Um Harry Oldfield og rafritunarkanna hans.*>
Allar götur frá því er rafmagnið var uppgötvað hafa
bæði lærðir og leikir séð í því einskonar kraftaverkatæki
til ýmissa hluta, m.a. til lækninga.
Notkun rafmagns og rafseguls í lækningaskyni á sér
langa sögu, bæði meðal lækna og skottulækna, sem í
raun má rekja allt til ársins 1791, er hlekkurinn milli raf-
magns og lífs var tengdur, ef svo má segja, með þeirri
uppgötvun Luigi Calvanis, 1791, að rafbylgjur gætu orsak-
að samdrátt í vöðvum, væru rafbylgjur tengdar taug-
um viðkomandi vöðvaþyrpinga. Þarna fannst mörgum sem
rafmagnið og hið svokaliaða lífsflæði hefði opnast sam-
eiginlegir farvegir, enda litu nú ýmis raflækningatæki
dagsins ljós á næstu árum.
Má þar m.a. nefna „Dr. Owens Body Battery", „The
Electric Helmet“ svo og ýmiskonar kopar- og sinkbelti,
keðjur og armbönd, en hið síðasttalda er enn nokkuð al-
mennt í notkun.
Sá maður sem fyrstur hóf notkun rafseguls til lækninga
og til nokkrar virðingar var franski læknirinn dr. Arséne
d’Arsonval, er hann hóf að nota hátíðnistraum — allt upp
í 30 milljón megaherts (30 millj. sveiflur á sekúndu) í
lækningaskyni. Má því með nokkrum sanni segja að hann
Sjá fréttabréf frá SRFt á bls. 180 í þessu hefti. Ritstj.