Morgunn - 01.12.1982, Síða 43
NÝ AÐFERÐ TIL RANNSOKNA 145
að bæði ólífrænir og lífrænir hlutir gefa frá sér sérstæða
útgeislun.
Duisálarfræðingar hafa talið að hér hafi tekist að ljós-
mynda hina svokölluðu áru (blik) sem sjáendur og miðlar
segi að umlyki hluti, málleysingja og menn. Vísindin hafa
hallast að því að þarna væru eðlileg fyrirbæri á ferðinni,
sem enn væri þó ekki unnt að skýra.
Oft reynist læknum sjúkdómsgreining erfið, en draum-
ur sérhvers læknis hlýtur að vera, að geta gert slíka grein-
ingu nægilega snemma, til þess að geta í tíma komið í veg
fyrir eða læknað sjúkdóma á byrjunarstigi.
Dr. Malcolm Carruthers, yfirlæknir við kliniska rann-
sóknadeild Maudsley Hospital í London, sem hefur verið
að rannsaka notagildi Kirlianljósmyndatækninnar svo og
rannsóknaraðferð (ESM) H. Oldfields, líkir núverandi
tækjum og aðferðum þessum við frumstig það sem röntgen-
tæknin var á í byrjun þessarar aldar, en sem hefur nú
þróast upp í margslungna vísindagrein. Dr. Carruthers
viðhefur þau orð um ESM-rannsóknaraðferð H. Oldfields
,,að hún geti hugsanlega fundið truflanir á bioplasma lík-
amans (hugsað svið eða svæði, tengt lífrænu efni), sem
sé undanfari sjúkleika.
Þetta sé enn ekki sannað, en engu að síður mjög áhuga-
vert og þess virði að því sé fylgt eftir“. Hann kveður enn-
fremur þessar rannsóknir eiga enn langt í land, en telur
að H. Oldfield sé frumkvöðull þeirra á þessu sviði á Bret-
landseyjum.
Amerískur lífefnafræðingur og krabbameinsfræðingur,
dr. Glenn Rein, sem um þessar mundir starfar við Maudley
sjúkrahúsið í London, fullyrðir að sér hafi tekist að þekkja
og skilgreina „radio frequency discharge" eða hraðgeisla-
dreifingu frá mannslíkamanum með 25 khz eða 25 þús.
sveiflum á sek., en það samsvarar nokkurn veginn þeirri
útgeislun, sem sýnileg verður þegar kórónunni út frá lík-
amanum er breytt með hátíðniorkustreymi Kirliantækis
Harry Oldfields. Þeissir tveir menn starfa nú náið saman
10