Morgunn - 01.12.1982, Page 46
148
MORGUNN
Skiptar skoðanir eru á hvernig á þessu fyrirbrigði stend-
ur. Sjálfur hefur H.O. ekki látið upp sínar skoðanir á því,
en ýmsir aðrir hafa talið að þarna hafi e.t.v. birst svokall-
aður ,,ether“-líkami blaðhlutans, er afskorinn var. Það er
margra álit, að hann sé samstæður og eitt með hinum
jarðneska líkama — einskonar tvífari hans — en skiljist
frá hinum jarðnesku líkamsleifum við dauðann. Svo og að
t.d. sjúklegt ástand efnislíkamans sé nánast afleiðing sjúk-
leika „ether“-líkamans.
H. Oldfield heldur því fram að til þess að uppgötvun
hafi vísindalegt gildi, þurfi að vera hægt að endurtaka hana
á sama hátt oftar en einu sinni. Þetta hefur honum tekist
og þar með uppfyllt vísindalega kröfu sovéska vísinda-
mannsins Victor Inyushins, er fékkst við líkar rannsóknir.
H. Oldfield hefur nú um nokkurt skeið unnið ásamt
dr. Glen Rein frá Lundúnaháskóla að rannsóknum á áhrif-
um „electromagnetic fields“ eða rafsegulsviða að því er
varðar áhrif þess á efnafræðilegar breytingar á lífrænt
samband. Þeir segja frá mismuni þeim er væri á geisla-
baug þeim er umlyki heilbrigða hendi annarsvegar og hins-
vegar hönd krabbameinssjúkrar konu. 1 síðara tilfellinu
væri þessi geislabaugur breiðari og óreglulegri en hjá
þeirri, er fullfrísk væri.
Þetta staðfestir það sem dr. Fritz A. Popp, vísindamaöur
frá háskólanum í Marburg í Vestur-Þýskalandi fullyrðir
um útgeislun heilbrigðs og sýkts vefs.
Síðar gat H.O. staðfest ályktun dr. L. W. Konikiewicz,
amerísks vísindamanns, að væri hönd heilbrigðs manns
þvegin og þurrkuð rétt fyrir Kirlianmyndaöku, þá leiddi
slíkt til þess að tímabundin minnkun yrði á sýnilegri út-
geislun á myndinni. En væri slíkt hið sama viðhaft með
hönd krabbameinssýktu konunnar, þá kæmi engin slík
fram. Það sama kom í ljós við frekari athuganir H.O. og
dr. Reins, svo og skurðlæknis eins, á ýmsum vefjasýnum.
Geislabaugurinn var minni og reglubundnari á heilbrigð-
um vef, en stærri og óreglulegri á sjúkum vef.