Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 48
GOPI KRISHNA:
ÞRÓUNARORKAN í MANNINUM
(Upphaf bókar).
Morgunn einn á jólum 1937 sat ég með krosslagða fætur
í litlu herbergi í húsi einu í útjaðri borgarinnar Jammu,
höfuðborgar ríkjanna Jammu og Kashmir í Norður-Ind-
landi. Ég sat í hugleiðslu, andlit mitt sneri mót glugga á
austurhlið hússins, en gegnum gluggann féllu nú hinir
fyrstu geislar morgunsólarinnar — inn í herbergi mitt.
Langvarandi æfing hafði vanið mig við að sitja í sömu stell-
ingum tímunum saman án þess að finna til minnstu óþæg-
inda — og ég sat þannig og andaði rólega með föstum takti.
Ég beindi athygli minni að hvirflinum á höfði mér, og
hugur minn dvaldist við ímyndaða draumsýn, rós, út-
sprungna, geislandi ljósi út frá sér.
Ég sat kyrr, lengi, og beinn í baki, og hugsanir mínar
beindust án afláts að hinni skínandi rós — ég var ráðinn
í að koma í veg fyrir að athygli mín hvarflaði og ráðinn í
að færa hana til baka aftur og aftur hverju sinni sem hún
villtist af leið. Ákafi einbeitingarinnar hindraði eðlilega
öndun; smám saman hægðist á henni í slíkum mæli, að
hún var stundum vart skynjanleg. Ég var á allan hátt svo
gagntekinn af íhugun minni um rósina, að ég varð nokkr-
ar mínútur í senn viðskila við líkama minn og umhverfi.
Á slíkum stundum var ég vanur að finnast sem ég svifi
í lausu lofti, án nokkurrar tilfinningar fyrir því, að ég