Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Qupperneq 49

Morgunn - 01.12.1982, Qupperneq 49
ÞRÓUNARORKAN í MANNINUM 151 væri hjúpaður líkama. Hið eina sem ég skynjaði var rós í skærum litum, rós sem varpaði ljósgeislum í kring. Þessi i’eynsla hefur verið kunnug mörgum, sem stunda hug- leiðslu í einhverri mynd, reglubundið og nægilega lengi, en það sem síðar gerðist þennan örlagaríka morgun hjá mér — og gerbreytti lífi mínu og lífsviðhorfi — það hafa fáir reynt. Á einni slíkri stundu mikillar einbeitingar gerði skyndi- lega undarleg tilfinning vart við sig hjá mér neðan við hrygginn, rétt við þann stað, sem snerti sætið þar, sem ég sat með krosslagða fætur á samanbrotnu teppi á gólf- inu. Tilfinning þessi var svo sérkennileg og jafnframt þægi- leg, að athygli mín á henni var vakin viðspyrnulaust. Á þeirri stundu sem athygli mín var þannig tæld burt frá þeim stað, sem hún hafði beinst að, hvarf tilfinningin. Þar sem ég hélt þetta vera bragð sem ímyndun mín léki til að draga úr taugaspennu, þurrkaði ég mál þetta úr huga mínum og beindi athygli minni á ný þangað, sem hún hafði horfið frá sem snöggvast. Ég beindi henni á ný að rósinni og þegar myndin af henni varð skýrari og skýrari við hvirfilinn á höfði mér, gerði tilfinningin vart við sig á ný. Að þessu sinni reyndi ég að halda við stöðugleika athygli minnar og tókst það í nokkrar sekúndur, en skynj- unin sem leið upp bakið varð svo öflug og var svo sér- kennileg í samanburði við allt sem ég hafði reynt áður, að hugur mirln barst að henni þrátt fyrir andspyrnu mína — og á samri stundu hvarf skynjunin. Ég var sannfærður um, að eitthvað óvenjulegt hafði gerst, sem daglegar æfingar mínar hefðu líklega valdið. Ég hafði lesið hrífandi frásagnir lærðra manna um mikið gagn af einbeitingu hugans og um ævintýralega orku, sem yogaiðkendur hefðu öðlast við slíkar æfingar. Hjarta mitt tók að slá ört, og ég átti erfitt með að halda athygli minni nægilega stöðugri. Að stundu liðinni jafnaði ég mig og náði brátt sömu dýpt í hugleiðslu minni og áður. Þegar ég var þannig fullkomlega gagntekinn, sótti að hin sama
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.