Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 54

Morgunn - 01.12.1982, Page 54
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VlSINDANNA”: (1. þáttur) ÞÓR JAKOBSSON: NÝTT ÁR — NÝ ÞEKKING Þá er enn eitt árið senn á enda runnið — og bráðum hefst áramótaiðja blaðanna og leiðtoga þjóðanna. Þeir rifja upp atburði liðins árs og tína til það, sem markverð- ast þykir, fagna eða fárast. Enn fleiri líta um öxl og í eigin slóð að baki, án þess að sú upprifjun eigi erindi til annarra. Itarlegt yfirlit um helstu framfarir í vísindum á sið- astliðnu ári, og í rauninni hvaða ári sem er um þessar mundir, yrði mikið að vöxtum. Samt er reynt að semja slíkt yfirlit og má t.d. nefna mjög greinagóðar og fallega myndskreyttar árbækur, sem útgáfufélag alfræðibókanna „Encyclopædia Britannica“ gefur út. Nýjasta árbókin er „1981 — Yearbook of Science and the Future“ (1981 — Árbók vísindanna og framtíðin). Bókin er um 450 bls. og mikil fróðleiksnáma. Þar er gerð grein fyrir ótal fræði- greinum, einkum nýjum niðurstöðum í náttúruvísindum. VENUS — landslag, loftslag 1 síðustu árbókinni er t.d. sagt frá nýjustu vitneskju um sólkerfi okkar, sem fengist hefur síðustu árin með geimferðum og geimskotum til reikistjarnanna. Nú vita menn t.d. mun meira um yfirborð Venusar en fyrir áratug. Ratsjármælingar um borð í geimfari hafa verið gerðar. Komið hafa í ljós yfirborðsdrættir engu ómerkilegri en

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.