Morgunn - 01.12.1982, Side 56
158
MORGUNN
ters og Satúrnusar. Skal þeim þó sleppt hér, en lítillega
minnst á rannsóknir á nálægri stjörnu — m.ö.o. sól — sem
nefnist Barnard-stjarna.
BARNARD — sólkerfi fundið?
Hún er 6 ljósár í burtu og þykir það nálægt í alheimi
þar, sem vegalengdir skipta milljónum ljósára. Hvað er
Ijósár? Það er vegalengdin, sem ljósið leggur að baki á
einu ári. En svo bregður við í þessari undraveröld sem
eru heimkynni okkar, að stjai'na í 6 ljósára fjarlægð er
nágrannastjarna — þótt ljósið sé t.d. bara rúma sekúndu
alla leið til tunglsins.
Barnardstjarna hefur þótt áhugaverð vegna „nálægð-
arinnar“ og hefur verið fylgst með hreyfingu hennar allt
frá síðustu aldamótum. Stundum hefur verið svo að sjá
sem óséðir hnettir í grennd við hana hefðu áhrif á hreyf-
ingu stjörnunnar, en síðan hafa stjörnufræðingar á ný
fundið ástæðu til að efast um tilvist slíkra jarðhnatta.
En. allan tímann hafa menn haldið áfram að taka myndir
og gera hárnákvæmar mælingar á stöðu Barnardstjörnu
á himinhvolfinu. Hér munar um hvert brot úr boga-
sekúndu, svo smágerðar eru tilfærslur séðar héðan úr 6
Ijósára fjarlægð.
Nýlega hafa stjörnufræðingarnir Van de Kamp og Sarah
Lee Lippincott lokið við að kanna 2700 myndplötur frá
timabilinu 1950 til 1978. Aldrei hafði verið beitt betri
tækni við mælingarnar. Niðurstaðan var sú, að tvær sveifl-
ur reyndust vera í hreyfingu stjörnunnar: önnur er 11.7
ár en hin 20 ár. Líklegasta skýringin á þessari hreyfingu
Barnardstjörnu er sú, að tveir jarðhnettir, þ.e a.s. hnettir
eins og t.d. jörðin okkar, Venus og Júpíter, gangi um-
liverfis þessa sól — Bamardstjörnu. Stjörnufræðingunum
reiknast svo til, að annar hnattanna samsvari að massa
(þyngd) 40% af Júpíter, en hinn 80% af Júpiter.
Reynist þetta rétt vera að dómi annarra stjörnufræð-