Morgunn - 01.12.1982, Page 59
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VlSINDANNA":
(2. þáttur)
ÞÓR JAKOBSSON:
FRUMKRAFTAR NÁTTÚRUNNAR
Náttúruvísindin leitast við að skilja og skýra hin flóknu
fyrirbæri náttúrunnar. Menn reyna að finna samhengi
hlutanna og oi’sakir og afleiðingar margs kyns breytinga
í skynheiminum. Á mörgum sviðum hins daglega lífs er
reynsla manna svo rík, að samhengi hlutanna virðist liggja
í augum uppi og lengi hafa menn haft not af þeirri þekk-
ingu, sem mannkynið hefur safnað í sarpinn stig af stigi,
öld fram af öld.
Það er því engin ný bóla að þekkingin sé notuð í lífs-
baráttunni: við fæðuöflun, fatagerð, húsbyggingar og
vopnasmíð. Svo hefur það verið, er og verður langa hríð.
Þessi ferþætta iðja mannanna virðist vera þungamiðja
mannlegra samskipta. Menn þurfa fæði, klæði, húsaskjól
og vopn, en þá kemur til kasta þekkingarinnar: því meira
sem menn vita og skilja betur, þeim mun betur standa
menn að vígi í daglegu striti og vörnum gegn hættum af
náttúrunnar og manna völdum. Og vísindin, hinar vísinda-
legu aðferðir, eru þær aðferðir sem best duga til að afla
nýrrar þekkingar í lífsbaráttunni.
Að vísu má ekki gleyma þvi, að manninum gengur stirð-
lega að skilja sjálfan sig. Vísindin um manninn, hugrenn-
ingar hans og hátterni fyrr og síð, hafa myndast og mótast
með margs konar hugvísindum. Þau eru vissulega mikill
11