Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 68

Morgunn - 01.12.1982, Page 68
170 MORGUNN áhuga á og nú er bara að duga eða drepast. Allt fyrir verkefnið. Það í lífinu sem kemur ekki vei’kefninu við fer beint í einhverja ruslafötuna, hvort sem hún er venju- leg ruslafata á gólfinu, skrifborð annarra eða fang fórn- fúsrar eiginkonu. Telja má víst, að framfarir af ýmsu tagi muni verða þrátt fyrir allt í meginstraumnum þar, sem vitað er um hundruð vísindamanna á stórum styrkjum að störfum. öll skilyrði eru fyrir hendi: nýtt, ókannað svið hefur opnast fyrir tilstilli nýrrar tækni eða nýrrar uppgötvunar, áhugi stjórnvalda og almennings er fyrir hendi og nógur pen- ingur til rannsókna. Það er því ekki algerlega út í bláinn að giska á, hvar megi vænta árangurs næsta áratuginn. Menn geta vib slíka iðju einfaldlega áætlað nokkur ár fram í tímann framhaldið af því sem efst er á baugi og mest ,,í tísku“ í dag. Þetta hefur verið reynt og skal hér nefnt atriði á sviði líffræði, sem vænlegt þykir sem vegvísir til merki- legra uppgötvana næstu árin. Boðhlaupið mikla: DNA Mikið fjör er nú i fræðigreininni sem fjallar um erfðir frá líffræðilegu sjónarmiði, sameindaerfðafræðinni (mole- cular genetics). 1 erfðafræðinni er rannsakað, hvernig eiginleikar frumanna varðveitast við skiptingu og mynd- un nýrra fruma. Eiginleikarnir ,sem kallaðir hafa verið heimildir eða vitneskja, búa í genunum. Genin eru hluti af svonefndum litningum í kjörnum frumunnar. Litningur er gerður úr ýmsum efnum og er eitt af þeim einmitt efni sjálfra genanna. Efnið kallast því æðilanga nafni deoxyríbósa-kjarnasýra, skammstafað DKS, — á ensku Deoxyribo-Nucleic Acid eða stytt: DNA. DNA er nú orðið húsgangur í almennum kennslubókum í líffræði og í munni fróðleiksþyrstra nemenda út um allar jarðir, en lítið fór fyrir því í mínu ungdæmi. Vísa ég forvitnum les-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.