Morgunn


Morgunn - 01.12.1982, Page 75

Morgunn - 01.12.1982, Page 75
Úr erindi uin .sö^ti sálarrannsókna Á þessu ári sem nú er að líða voru 100 ár liðin frá stofnun Breska Sálarrannsóknafélagsins, en það varð á sínum tíma eins konar móðurskip svipaðra félaga víðs veg- ar um lönd. 1 rauninni voru tvö ólík félög stofnuð í Englandi um þetta leyti — um sama málefni: dulræn fyrirbæri. Annað var vísindalegt, en hitt var félag andahyggjumanna, sem þá þegar voru sannfærðir um, að miðlar miðluðu fréttum úr öðrum heimi. Vísindafélagið tók sér hlutlausa stöðu og vildi efla rannsóknir á dulrænum fyrirbærum án þess að mynda sér skoðun á vafaatriðum fyrr en að athug- uðu máli. En bæði þessi félög voru stofnuð á miklum efnishyggju- tímum. Mikið djúp var staðfest milli vísinda og trúar, milli þorra vísindamanna og kirkjunnar manna. Um það leyti og enn næstu áratugina, komust vísindin á snoðir um margan nýjan sannleik um þann heim, sem við fæðumst í og hrærumst — og harla margt af því, sem áður hafði verið haldið á loft, reyndist í’angt og lítilvægt i leit að lífs- gátunni. Vélhyggja og blind trú á árangur vísindanna í framtíð- inni olli því, að menn ypptu þá öxlum við gömlum kenn- ingum um andlega reynsiu mannanna — þær voru allar á einu bretti dæmdar firrur og fánýti. Á hinn bóginn voru svo hinir, sem héldu fast i forna trú og vörðu garðinn gegn árásum efnishyggjumanna, — og vildu hvergi hopa, hvað sem liði opinberunum vísindanna. 12

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.