Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 77
RITST J ORARABB 179
engu síður en t.d. landrekskenninguna, sem flestir töldu
vera fyndna firru — hér fyrr á öldinni.
En samt er öldin önnur en fyrir 100 árum. Mönnum
hefur miðað áfram, stórkostlega, í þekkingarleitinni, þótt
skilningur á dulrænum fyrirbærum hafi ekki aukist. And-
rúmsloftið er annað — það hefur grynnst á djúpinu milli
fylkinganna — efnishyggjan er ekki eins viss í sinni sök
og vísindin sjálf hafa lagt ýmislegt til, sem jafnar út hinar
andstæðu skoðanir — efni og orka hafa tengst — og margt
bendir til, að ekki sé allt sem sýnist í veröldinni. 1 vísind-
unum sjálfum býr fræ hins nýja skilnings á lífinu og til-
verunni, sem vænta má áður en langt um líður.
l' rásagnir Guðmundar Jörundssonar
Sennilega hefur að sumra dómi fulllítið verið fjallað um
nýjar bækur hér í Morgni undanfarið, af núverandi rit-
stjóra. Ævar R. Kvaran, fyrrveandi ritstjóri, var iðinn við
að kynna nýútkomnar bækur og fengu þá lesendur góða
yfirsýn yfir bókamarkaðinn, einkum hinn innlenda.
Gaman væri að koma lagi á þessa iðju og geta í Morgni
fleiri bóka en gert hefur verið síðustu misserin. Væri þá
bæði hægt að segja lítils háttar frá íslenskum bókum og
forvitnilegum ritum á erlendum málum.
Tilefni þessarar athugasemdar er sú, að ég vildi gjarnan
hvetja lesendur Morguns til að lesa hina nýútkomnu bók
Guðmundar Jörundssonar, hins góðkunna sálarrannsókna-
fnanns. f bókinni, sem nefnist „Sýnir og sálfarir", eru
tæplega 50 stuttar frásagnir af dulrænum atvikum í lifi
Guðmundar. Frásagnir Guðmundar eru mjög athyglisverð-
ai' og er útgáfa þeirra ánægjulegur atburður. Skuggsjá
gaf út bókina.