Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 62

Morgunn - 01.06.1988, Page 62
HEIMSÓKN MIÐILSINS GLADYS . . . MORGUNN fyrir það reyndust allir þeir sem í gegn komu einmitt vera tengdir þeirri manneskju, sem fyrir valinu varð svo hverju sinni. Komu þannig í gegn 16 aðilar, sem allir þekktust ör- ugglega og þau atriði sem nefnd voru í tengslum við þá. Þar af var í einu tilfelli nefnt nafn sem var staðfest sem rétt. Verður þetta því að teljast aldeilis frábær árangur. Laugardaginn 14. maí var Gladys svo með fræðslufund á vegum félagsins og var hann, sem hinir fundir hennar vel sóttur. Var þessi dagur þó einn sá hlýjasti og bjartasti sem komið hafði á íslandi í maí-mánuði, allt frá síðustu alda- mótum. Hefði því etv. mátt búast við að veðurblíðan freist- aði fólks frekar til útivistar en ella. Virtist það þó ekki hafa nein veruleg áhrif á fundarsóknina. Á þessum fundi las Gla- dys í blóm, sem nokkrir fundargesta höfðu verið beðnir um fyrir fundinn, að velja sér úr blómvendi, með því að annað hvort benda á það blóm sem þeir völdu eða snerta það lítil- lega. Reyndist það enda vera nægilegt til þess að Gladys gæti lesið úr þeim, síðar á fundinum, persónulcika viðkom- andi fólks og framgang þess í lífinu. Voru öll þau atriði er hún nefndi staðfest sem rétt, af þeim er lýsingin átti við. Blómin höfðu verið númeruð og hafði Gladys ekki hug- mynd um hverjum hún var að lýsa hverju sinni, fyrr en eftir á. Að þessu loknu var fólk úr salnum fengið til þess að þrýsta höndum sínum ofan í sand svo eftir yrðu för þeirra. Fór Gladys út úr salnum á meðan þetta var gert svo hún sæi ekki hver var að verki hverju sinni. Kom hún síðan inn og hóf að lesa persónugerð viðkomandi fólks úr handarförum þess í sandinum. Virtist hún fara létt með það þó hún hefði lýst því yfir áður á fundinum að hún væri ekki ýkja vön slík- um lestri. Fór svo líka í þessari tilraun að öll atriðin sem hún nefndi um viðkomandi manneskju voru staðfest af þeim sem hár- rétt. En áður en Gladys hóf þessar tilraunir þá ræddi hún lítil- lega um áruna, liti hennar og fleira. Kvað hún kunnan breskan miðil eitt sinn hafa lýst árunni 60

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.