Morgunn - 01.12.1990, Page 6
MORGUNN
RITSTIÓRARABB
líkamlega návist hans, fáum enga svörun. Þetta hygg ég að
sé og verði skoðun a.m.k. flestra okkar þegar sorg vegna
andláts hittir okkur. En er þétta svo? „Nei,” segjum við
spíritistar. Þó látinn ættingi eða vinur okkar sé horfinn
okkur í efninu, þá er hann nálægur í andanum. Og oft á
tíðum nánari okkur heldur en hann eða hún kannski var
hér á jörðinni.
Já, segja nú kannski sumir, það er ósköp auðvelt að segja
þetta en hvað gagnar það þegar sá sem eftir er hérna megin
finnur ekkert né sér sem getur fært honum heim sönnun
eða huggun varðandi þessi atriði. Jú, hér kemur inn í mynd-
ina starfsemi eins og spíritistar um allan heim og hér á
Islandi undir nafni Sálarrannsóknafélags Islands vinna að,
þ.e. að skapa fólki aðstöðu og tækifæri til þess að hafa
samband við „látinn" ættingja sinn eða vin í gegnum miðil
og sannfærast þannig af eigin raun um áframhaldandi til-
vist hans.
Miðlar líkja sjálfum sér oft við símtæki eða loftnet sem geri
þeim fyrir handan kleift að ná efnislegu sambandi við okkur.
Stundum koma til okkar hjá Sálarrannsóknafélaginu s.k.
transmiðlar, þar sem fólkið fyrir handan getur beinlínis
talað við okkur sjálft og jafnvel andlit miðilsins tekur svip
af þeim sem talar hverju sinni.
En svo er vissulega líka til margt fólk, og ég hygg fleiri
heldur en við kannski gerum okkur alveg grein fyrir, sem
beinlínis verður vart við fólkið sitt fyrir handan og þarf þess
vegna út af fyrir sig ekki neina sérstaka sönnun þjálfaðra
miðla. Og einmitt þannig tel ég að margar bestu sannan-
irnar fyrir einstaklinginn sjálfan geti komið fram. Beint og
milliliðalaust. Og hvers vegna? Vegna þess að við sjálf
þekkjum oftast nær best þann aðila sem við syrgjum og þau
atriði og persónuleika sem honum eða henni er eiginlegur
og líklegt er að birtist í sambandsviðleitni viðkomandi. Og
varðandi þetta vil ég vísa á aðra grein í þessu hefti Morguns,
þ.e. greinina um Rósu, sem einmitt fjallar um þess konar
samband.
Það er ekki síður eitt af megin verkefnum félags eins og
Sálarrannsóknafélags íslands að vekja fólk til umhugsunar
4