Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Side 17

Morgunn - 01.12.1990, Side 17
MORGUNN Að hafa hugrekki til að syrgja sérstakt málefni, haltu þá áfram að endurtaka það sem þú hefur þegar tjáð, þangað til að það sem þú þarfnast að segja kemur fram. Oft er mikilvægasti hluti ferilsins til þess að enda sorg sá að viðurkenna að manneskjan er í alvöru farin. Ef við höfnum dauðanum, þá er okkur nauðsynlegt að horfast í augu við raunveruleika hans. Að viðurkenna dauðann get- ur verið léttir. Að geta skilið og losað sig undan sorg getur oltið á viðurkenningu okkar á því hvað við höfum misst. Að vita nákvæmlega hvað er farið, gerir okkur kleift að syrgja og e.t.v. að fylla þetta tómarúm í framtíðimii. SR: Hingað til höfum við verið að ræða ýmis sálfræðileg atriði er lúta að missi og ég vildi nú koma að andlegri hlið sorgarstarfs- ins. Hvers finnst þérað megivænta íandlegum þroska ígegnum sorgarferil? JT: Fyrir margt fólk, þá virkar reynslan af því að missa einhvern eins og opnun dulrænna hæfileika. Dauði bróður míns varð til þess hjá mér, þó að mörg ári hafi liðið áður en ég yrði fyrir þeirri andlegu upplif un sem orsakaðist af dauða hans. En ég veit að lát hans varð tæki til þess að hjálpa mér að vaxa andlega og ég hef séð þessa merld aftur og aftur hjá öðru fólki. Eitt af því sem ég skynjaði t.d. var að lífið heldur áfram eftir dauðann. Nú nýlega var ég að tala yfir 300 manna hópi þar sem fólkið var ýmist sjálft að ganga í gegnum sorg eða að vinna með slíku fólki. I fyrsta sinn talaði ég opinberlega um trúna á líf eftir dauðann og sagði frá nokkrum atvikum er snertu mína eigin foreldra. Þau létust fyrir fáeinum árum síðan og ég hef fundið fyrir sterkri samtengingartilfinningu við þau. Mér til undrunar þá hafði margt af fólkinu sam- band við mig á eftir og þakkaði mér fyrir að hafa lokið upp fyrir þeim möguleikanum á lífi eftir dauðann. En það er fjarri því að allir geti samþykkti þennan möguleika. T.d. get ég nefnt að móðir mín lést á undan föður nunum og ég talaði látlaust við hann um þá reynslu sem ég var að upplifa varðandi hana í draumum mínum og reyna þannig að koma 15

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.