Morgunn - 01.12.1990, Page 20
MORGUNN
Afl hafa liuRrckki til að syr^ja
að ef hann væri aðeins að lifa fyrir mig, þá vildi ég að hann
vissi að það yrði allt í lagi með mig. Eg vildi ekki missa hann
en það yrði allt í lagi með mig. Faðir minn lést þreni dögum
síðar.
SR: Hvaða áhrif hafði petta á starf þitt?
JT: Allt í einu átti ég enga fjölskyldu og stóð frammi fyrir
algjörlega nýju lífi - lífi án foreldra minna. Til þess að hafa
tök á sjálfri mér þennan tíma, þá byrjaði ég að skrifa, því að
skrifa er það skemmtilegasta sem ég geri - það læknar og
hreinsar. I nýju bókinni minni „Þú þarft ekki að þjást," er
reynt að sýna fram á að við eigum nokkra valkosti varðandi
hve mikið við syrgjum eða þjáumst vegna ýmissa atburða í
lífinu... að við getum ráðið yfir tilfinningalegum upplifun-
um okkar í stað þess að vera fórnarlömb þeirra. Það er ljóst
að líf mitt hefur verið erfitt í þeim skilningi að ég hef orðið
fyrir miklum missi. Hvernig á að komast hjá því að verða
fórnarlamb slíkrar reynslu og taka lífinu sem áskorun í stað
vandamáls, það er takmark mitt núna. Eg er hætt persónu-
legri ráðgjöf og ég ferðast um landið og flyt fyrirlestra til
þess að koma þessum boðum til skila.
SR: / stuttu máli, hver myndi þá vera mikilvægasta iexían sem
þú hefur verið að reyna að kenna fólki?
JT: T.d. það að við getum náð okkur af öllu sem á okkur
dynur. Þjáning er í raun framlenging á sársauka okkar.
Bara ef viðhefðum veriðalin upp við þaðað vita aðsársauki
er eðlilegur. Þá myndu sársaukar lífsins ekki verða svona
sárir og við næðum okkur aftur á auðveldari hátt. Við
væruni ekki svona hrædd við að lifa og elska. Við segjum
oft þegar við horfumst í augu við kreppu að við munum
aldrei komast yfir hana og slík yfirlýsing getur orðið að
sannfærandi spádómi. Ég held að við þurfum að læra að
segja: „Ég mun komast yfir þetta" og sanna það í lífi okkar.
Ég lofaði föður mínum að það yrði allt í lagi með mig þegar
hann dæi, það var loforð sem ég gaf án nokkurrar vissu. Ég
18