Morgunn - 01.12.1990, Side 43
MORGUNN
Skuggabaldrar
klukkustundir. Þetta var á köldum vordegi, með snjó á
jörðu. Gluggi sem var fast við höfðagaflinn var galopinn og
herbergið óupphitað. Ég var ekki með neitt breitt yfir mig
en fann þó hvorki til kulda né hungurs og öll starfsemi
líkamans var í kyrrstöðu. Ég titraði aldrei. Hjartsláttur og and-
ar-dráttur var mjög hægur og var það þannigí marga daga.
Ráðskonan fann mig að lokum og hún vakti mig til lífsins
með því einfaldlega að hrista mig hressilega og strjúka mér
með köldum svampi. Éjg var dösuð og ófær um að hreyfa
mig eða jafnvel borða. Eg var skilin eftir í rúminu, starf mitt
vannst af sjálfu sér, ráðskonan leit til mín við og við en gerði
engar athugasemdir varðandi ástand mitt. Vinnuveitand-
inn minn lét aldrei sjá sig.
Eftir u.þ.b. þrjá daga frétti sérstök vinkona mín, sem hafði
haldið að ég hefði yfirgefið húsið, af því að ég væri þarna
ennþá og kom til þess að heilsa upp á mig, en það krafðist
talsverðs hugrekkis, því vinnuveitandi okkar var ægilegur
fjandmaður. Hún spurði mig hvað hefði átt sér stað í viðtali
mínu hjá fangelsisstjóranum en ég gat ekki frætt hana um
það. Hugur minn var galtómur og allar minningar um
þennan fund voru horfnar eins og svampi hefði verið rennt
yfir skólatöflu. Allt sem ég vissi var að djúpt úr hugarfylgsn-
um mínum var að rísa hræðilegur ótti sem heltók mig. Ekki
ótti við einhvern hlut eða persónu. Bara einfaldur ótti án
ástæðu, en ekki síst hræðilegur einmitt þess vegna. Ég lá í
rúnrinu með öll einkenni mikils ótta. Þurr í munninum,
sveitt í lófum, með hjartslátt og grunxian, öran andardrátt.
Hjarta mitt sló svo ákaft að við hvert slag skrölti í koparhnúð
sem var á rúmgaflinum. Til allrar hamingju fyrir mig sá
vinkona mín að eitthvað verulega alvarlegt var að, svo hún
sendi eftir fjölskyldu minni, sem kom og fór með mig burt.
Þau voru full grunsemda. Fangelsisvörðurinn var mjög
fyrtinn en enginn gat sannað neitt, svo ekkert var sagt.
Hugur minn var galtómur. Ég var gjörsamlega kúguð og
mjög úrvinda og eina þrá mín var að komast í burtu.
Én ég náði mér ekki aftur samt sem áður eins og búist hafði
verið við. Einkennin hjöðnuðu að vísu en ég hélt áfram að
41