Morgunn - 01.12.1990, Side 44
Skuggabaldrar
MORGUNN
þreytast auðveldlega og mjög mikið, líkt og allur lífskraftur
hefði verið úr mér dreginn.
Eg vissi að einhvers staðar í undirvitundinni var falin
minning um hræðilega reynslu og ég vogaði mér ekki að
hugsa um hana, því ef ég gerði það, þá myndi áfallið og
álagið verða svo ákaft að hugur minn gæfist endanlega upp.
Eina huggun mín var gömul skólareikningsbók og ég var
vön að eyða klukkustund eftir klukkustund í að reikna
einföld dærni til þess að forða huga mínum frá að tæta
sjálfan sigí tætlur, við það að velta fyrir sér hvað hefði verið
gert við mig, nálgast minninguna og hrökklast síðan frá
henni eins og fælinn hestur. Loks öðlaðist ég nokkra sálarró
með því að komast að þeirri niðurstöðu að ég hefði einfald-
lega fengið taugaáfall vegna of niikilJar vinnu og að öll þessi
slcrýtna atburðarás væri einungis ímyndun ein. En samt var
einhver flöktandi tilfinning yfir því að hún væri raunveru-
leg og að þessi tilfinning myndi eldci láta mig í friði.
Um það bil ári eftir atburðinn fór ég, enn mjög léleg til
heilsunnar, upp í sveit mér til hressingar og þar hitti ég vin
minn sem hafði verð viðstaddur þegar ég brotnaði niður.
Það hafði greinilega valdið rrdlclu umtali og ég fann hér aðila
sem elcld reyndi að slcýra reynslu mína heldur spurði við-
eigandi spurninga. Annar nýr kunningi fékk áhuga á mál-
inu og fór með mig til fjölslcyldulækrdsins, sem einfaldlega
kvað það skoðun sína að ég hefði verið dáleidd. Þetta var
fyrir daga sálgreininga og hans hjálp við sjúkan huga tak-
markaðist við lclapp á baldð og skammt af styrkjandi og
bromide svefnlyfi. Styrkjandi töflurnar komu að gagni en
svefnlyfið eldd, því það dró úr viðnámsþrótti mínum, og ég
var fljót að fleygja því, ég vildi heldur lifa við óþægindin
heldur en að gera mig algerlega varnarlausa. Því allan tím-
ann var ég helteldn þeim ótta að þessi ókunni lcraftur, sem
hafði verið komið á mig með svona góðum árangri, yrði
endurnýjaður. En þrátt fyrir að ég óttaðist þetta dularfulla
afl, sem ég nú gerði mér grein fyrir að var elcki af þessum
heirrd, þá get ég eldd lýst þeim létti sem það var fyrir mig að
finna að öll þessi atburðarás var ekJd skýnvilla heldur stað-
reynd, sem hægt væri að rísa upp gegn og fást við.
42