Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Síða 45

Morgunn - 01.12.1990, Síða 45
MORGUNN______________________________________Sku££abaldrar Ég frelsaðist undan fjötrum þessa ótta með því að horfast í augu við ástandið í heild og ásetja mér að komast að því nákvæmlega hvað hafði verið gert við mig og hvað ég gæti gert til þess að vernda mig gegn endurtekningu á slíkri upplifun. Þetta var einstaklega óskenimtileg framkvæmd, í raun voru viðbrögðin við því að rifja upp hina gleymdu minningu litlu minni en þau upphaflegu, en mér tókst að lokum að losa mig undan þessum stöðuga ótta, þó það liði enn langur tími áður en líkamleg heilsa nrín varð eðlileg aftur. Líkami minn var eins og rafgeymir sem hafði afhlaðist gersamlega. Það tók langan tíma að hlaða hann upp aftur og í hvert skipti sem hann var notaður áður en hann hafði verið hlaðinn að fullu, þá tæmdist hann óðara aftur. Lengi hafði ég ekki neina umframorku og steinsofnaði eftir hverja minnstu áreynslu, hvenær sem var dagsins. A máli dulfræðinnar hafði varnarhj úpur minn verið skaddað- ur og lífsorkan flæddi út. Það lagaðist ekki fyrr en ég tók frumvígslu inn í dulfræðiregluna sem ég var síðan þjálfuð hjá. Innan klukkustundar eftir þá athöfn fann ég breytingu og síðan heyrir það til algjörra undantekninga og þá eftir einhver andleg meiðsli að ég verði fyrir tímabundinni end- urkomu þessarar tæmandi árása mikillar þreytu. Ég hef sagt þessa sögu í smáatriðum vegna þess að hún skýrir vel á hvaða hátt hægt er að misnota þessi svo lítt þekktu öfl hugans af ófyrirleitnum persónum. Éigin reynsla er miklu verðmætari en nokkur lýsing af spjöldum sögunn- ar, hversu vel sem hún er af hendi leyst. Þýö.: G.B. 43

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.