Morgunn - 01.12.1990, Side 52
Hátíðir fyrir handan
MORGUNN
krafti þeirra, ráðgast við þá spökustu af öllum spökum,
kynnast því hvað við höfum þroskast og hvar okkur hefur
mistekist, að heyra þær áætlanir sem lagðar hafa verið
varðandi hina miklu og eilífu baráttu - baráttuna á milli góðs
og ills.
Við förum til þess að öðlast hugrekki, til að hitta þá aðra
sem starfa nálægt sviðum efnisins og koma síðan aftur svo
við megum, upptendraðir af gleði þjónustunnar, starfa með
ykkur öllum og færa kraft andans inn á meðal ykkar.
Eg vildi að ég gæti tekið ykkur með mér til að horfa á andlit
þeirra sem þjóna ykkur, svo þið gætuð séð skin ljóssins sem
lýsir þá, svo að þið gætuð gert ykkur grein fyrir hverjir það
eru sem hinn mikli andi hefur látið í té, sem leiðbeinendur
ykkar. En svo gæti farið að þið yrðuð einungis óttaslegin.
Það er betra að þið þekkið okkur, ekki eftir nöfnum okkar,
heldur af þeim verkum sem við leitumst við að inna af hendi
á meðal ykkar. En helst af öllu vildi ég óska að ég gæti farið
með ykkur í hinn geysistóra ráðstefnusal, þar sem við hitt-
umst öll til þess að læra um hvernig okkur hefur farnast á
meðal ykkar.
Þýö.: G.B.
50