Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Síða 56

Morgunn - 01.12.1990, Síða 56
MORGUNN ÓvenjulcK flugfcrð af hverju er þessi flugstöð svona frábrugðin öðrum. Hvar er ég, af hverju þessi skýrsla og síðast en ekki síst, hver ert þú?" Jóhannes brosti afsakandi og sagði svo: „Eins og ég sagði þér í upphafi heiti ég Jóhannes Arnason. Það er að vísu ekki mitt rétt nafn, en lá ttu þér það nægja að sinni. Astæðan fyrir því að ég tala íslensku er sú að ég „var " íslenskur og þar sem þú „varst" það líka, var ég valinn til þess að tala við þig. Það er einnig rétt til getið hjá þér að það skeði „eitthvað" 13 mínútum eftir flugtak frá Glasgow og þetta „eitthvað" var það að hægri vængurinn brotnaði af og vélin hrapaði niður í skóglendi." Eg velti þessu fyrir mér smá stund og fullyrti svo hálf hikandi: „Ég er sem sagt dáinn." Jóhannes horfði á mig samúðar- fullur og sagði svo hlýlega. „Já, góði minn, svo langt sem það nær." „En," spurði ég eftir langa þögn, „hvað varð af farþegun- um fimm?" „Þeim var ætlað lengra jarðlíf og þeir komust lífs af." „En hvaðan kom flugfreyjan?" „Jú, sjáðu til. Eftir að vélin skall niður byggðist upp fyrir ofan flakið eftirmynd af þotunni eins og hún leit út eftir slysið. Þetta er venja undir þessum kringumstæðum. Þegar því verki lauk voru hinir andlegu líkamar sem þá stundina voru í dái, fluttir upp í hina endurgerðu þotu, þeim komið fyrir á sömu stöðum og í hinni. Þá loks voru hinir nýju líkamar ykkar vaktir upp og þar kemur þessi flugfreyja inn í myndina. Yfirflugfreyjan var vakin upp fyrst, hún sett inn í rnálið og látin samþykkja að hverfa sýnum og halda sig inn í eldhúsinu það sem eftir væri ferðarinnar, en þessi flug- freyja sem þú spurðir um, tók á sig útlit hennar svo enginn yrði breytinga var. En af einhverjum ástæðum sást þú henn- ar rétta andlit. I sínu jarðlífi var hún flugfreyja, en hún fórst ung við vinnu sína fyrir 20 árum. Hennar starf á þessu sviði er að aðstoða eftir flugslys þar sem manntjón verður. Nú þegar þú ert búinn að fá allar þessar upplýsingar ættirðu að skilja hvernig stóð á hinni breyttu flugáætlun. 54

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.