Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Page 59

Morgunn - 01.12.1990, Page 59
MORGUNN Sköpunarmáttur bænarinnar leika á að hrinda í framkvæmd ætlunarverki tengingarinnar og opna rás fyrir kraft til huga, sem hingað til var hulinn nristri efa og spurninga. Hin tilviljunarkennda eining og útstreymi hugans hafa ekki nein form okkur sjáanleg, ekkert hljóð okkur heyran- legt eða lykt eða bragð okkur greinanlegt. A hvorugu þeirra getum við fest hendur eða ráðskast með þær breytingar sem áhrif þeirra kunna að valda, samt er sameinaðri heildinni þegar kunnugt, á þeirri sömu stundu atburðarins, ekki aðeins um hina einstöku staðreynd, heldur líka þá breyt- ingu sem meðtaka viðbótarinnar hefur valdið á forskrift útstreymisins. Bæn, sem svo oft er útstreymi huga sem á í innri þjáningu, er lýsing og viðurkenning mannsins á takmörkum sínum sem einstaklings, fram komin af tilfinningalegri þörf hans til að laða að sér meira orkustreymi, til þess að bæta upp skort á sínu eigin útstreymi. Hún er vopnið sem notað er í hinni sífeUdu baráttu fyrir yfirráðum á milli óbreytanleika efnisins og ólgu andans. Bæn sem eykur skynjun með því að auka bjarma tíðnarinnar myndar farveg til samskipta við hinn eina og sanna kjarna tilverunnar, farveg þar sem segulkraftur aðlöðunar biðjandans magnast í réttu hlutfalli við styrk bænarinnar. Þar sem segir í lögmáli efnisins að „það sem fer upp hlýtur að koma niður," er í samræmi við aðra útgáfu sama lögmáls, þ.e.: „Það sem út frá þér fer, kemur til þín aftur." Samkvæmt því kemur bæn, sem þú sendir frá þér, aftur til þín, en á nákvæmlega sama hátt og bolti sem kastað er upp í loftið kemur niður aftur með meiri hraða og afli, þá kemur bænin aftur hlaðin meiri andlegum krafti. Sá tilfinningakraftur sem tj áður er þannig í gegnum hugann, hef ur fært hugsun- ina út fyrir ríld efnisins inn í heim andans og þekkingarinn- ar og þegar hún kemur aftur, þá ber hún með sér lýsandi kraft viskunnar; huggun viðurkenningar á því sem ekki væri viturlegt að breyta; kærleika sem nær út fyrir tilfinn- ingar og vald til aðbreytaíveröld efnisins. Tilviljunarkennd eining bænarinnar hefur safnað að sér öðrum sambærileg- um handahófskenndum einingum og þannig orðið að sam- 57

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.