Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Síða 62

Morgunn - 01.12.1990, Síða 62
MORGUNN Spíritismi og dultrúarhreyfingar á fslandi sem spíritsminn gat uppfyllt? Kirkjan hafði um árabil verið stöðnuð guðfræðilega. Öllu nýju var vísað frá, sjálfstæðis- baráttan gekk fyrir. Menn höfðu passíusálmana og postill- una sem höfðu reynst vel. I Lútherstrúnni er umfjöllun um lífið eftir dauðann loðin. Fólk fær ekki huggun og styrk úr henni þegar dauðann ber að garði. Skv. siðakerfi lúthers- kunnar var sambandið á rnilli hins almenna verkamanns og náðar guðs framandi fyrir fólk. Kirkjan gat selt syndaaf- lausnir. Síðan kemur ný öld með efnishyggjunni og veitist að trúnni sem gufaði upp hjá mörgum því haldreipin vant- aði. Spíritisminn hafði réttlátan boðskap um að menn upp- skæru afleiðingar gerða sinna, og forráðamenn hans um aldamótin boðuðu þetta, er þeir boðuðu spíritisma um land- ið. Hvert var hlutverk spíritismans fyrir trúarlíf almennings? Ótti við hið yfirnáttúrlega var ríkjandi en spíritisminn gekk af djöflinum dauðum ef svo má segja þó að um það megi e.t.v. deiia. Einmitt þetta á ekki svo lítinn þátt í því að Islendingum finnst þeir vera hamingjusamasta þjóð í heimi. Þeir hafa misst trúna á helvíti. I könnun sem félagsvísindadeild Háskóla Islands tók þátt í um þessi efni kom fram að menn eru trúhneigðastir í Bandaríkjunum, Island var í öðru sæti, og var mikill mis- rnunur á milli hvað þetta varðar, íslands annars vegar og Svíþjóðar, Finnlands og Noregs hins vegar. Þegar spurt var um trú á tilvist guðs kom í ljós sama mynstur. íslendingar skera sig úr hinum Norðurlöndunum, og Bandaríkjamenn eru sem áður trúaðastir. Hvað varðar spurninguna um trúarhugmyndir, þá sýnir sig að Islendingar voru ekki trú- aðir á guð sem persónu. Hugsanlegt er þó að spurningin hafi misskilist, og menn talið að spurt væri um hvort menn sæju guð sem gamla góða manninn með skeggið á himnin- um. Flestir eða 58% telja guð alheimskraft. Þarna koma fram áhrif spíritismans á trú Islendinga. Hvað varðar aðra dul- ræna reynslu, þá skera íslendingar sig ekki sérstaklega úr. Þá vaknar spurningin hvers vegna komast aðrar þjóðir svo hátt í þeim efnum? Sálfræðingar hafa ekki áhuga á að kanna 60

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.