Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Page 63

Morgunn - 01.12.1990, Page 63
MORGUNN_________________Spíritismi og dultrúarhreyfingar á fslandi þessi mál. Trú á sálræn fyrirbæri var almenn í hinum lönd- unum. íslendingar finna mest þessara þjóða fyrir nálægð látins manns. Skýringin á því er aftur áhrif spíritismans. Fólk er opnara og fyrr til að túlka dulræna reynslu sem boð frá öðrum heimi. Sp. úr sal: Hvernig var farið að því að velja fólk til þess að spyrja í þessari könnun? Sv.: Notað var svokallað slembiúrtak úr þjóðskrám ýmissa landa, og náði það yfir 1-2000 manns. Kosturinn við slembi- úrtakið er sá að líkurnar á því að allir komist í það, eru j afnar. Þetta er aðferð félagsfræðinga til þess að reyna að fá mynd af því hvernig stærri hópurinn lítur út. I könnuninni kom í ljós að íslendingar trúa mest á h'f eftir dauðann og mest á tilvist kiimnaríkis en lítt eða eldd á tilurð helvítis. Ætla mætti að þetta væri jafnmildð að óreyndu en djöfullinn hefur eins og gufað upp en trúin á himnaríki haldist við. Trú á líf eftir dauðann gefur huggun og styrk. Pétur kvaðst hreinlega telja að spíritisniinn eigi þátt í því að Islendingar segjast vera mjög Jiamingjusamir. íslendingar sýna huggun og styrk í sinni trú, meira en aðrir, og hafa fjölmargir reynt samband við annan heim og finna því huggun í sinni trú. Hvernig er trúin og afstaðan til góðs og ills? íslendingar eru afstæðishyggjumenn í þessu. Þeir telja að elcki sé hægt að dæma heldur sé framvindanháð aðstæðum hverju sinni. Aðeins 10% telja að fella eigi dóm og eru íslendingar þar lægstir ásamt Dönum. Þeir telja að það þurfi að meta að- stæður hverju sinni og leita sannleikans. Þetta eru afstæð hugtök. Islendingar telja ekki að það sé til ein sönn trú, og telja að sannindi séu í öllum trúarbrögðum. Einstaklingar og aðstæður spili inn í framvinduna í hvert eitt sinn. Ein- staklingurinn hefur ábyrgð að bera og á að leita og finna. Aðalþátturinn í öllum trúarbrögðum er hinn sami, kjarni guðspekinnar. Fylgir hamingja trú? Þegar spurt var um trúarstyrk komu eftirfarandi staðreyndir í ljós: 61

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.